LeBron og Giannis búnir að kjósa í liðin sín og annað liðið er talsvert sterkara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James eru fyrirliðar liðanna eins og í fyrra. Getty/Andrew D. Bernstein Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Sjá meira