Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2020 22:19 Brynjar Þór Björnsson er lykilmaður í liði KR. vísir/bára KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15