Körfubolti

42 stig frá Lillard dugðu ekki Port­land og Tor­onto með þrettán sigur­leiki í röð | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lillard í leik næturinnar.
Lillard í leik næturinnar. vísir/getty

Átta leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Toronto og Boston eru á góðu skriði en sömu sögu má ekki segja um Indiana.

Damian Lillard gerði 42 stig er Portland tapaði með þriggja stiga mun á útivelli, 117-114, en Bojan Bogdanovic var stigahæstur heimamanna með 27 stig.







James Harden gerði 32 stig og gaf fimm stoðsendingar er Houston steinlá fyrir Phoenix, 127-91. Kelly Oubre Jr. gerði 39 stig fyrir Phoenix.

Toronto hefur unnið þrettán leiki í röð en en í nótt unnu þeir 115-106 sigur á Indiana. Serge Ibaka skoraði 22 stig og tók tíu fráköst fyrir Toronto.





Annað lið sem er á góðri siglingu er Boston. Þeir unnu 112-107 sigur á Atlanta í nótt. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 32 stig.

Öll úrslit næturinnar:

Memphis - Philadelphia 107-119

Dallas - Washington 118-119

Atlanta - Boston 107-112

Toronto - Indiana 115-106

Detroit - Oklahoma 101-108

Houston - Phoenix 91-127

Miami - Sacramento 97-105

Portland - Utah 114-117



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×