Körfubolti

Domin­os Körfu­bolta­kvöld: Teitur krotar yfir Kefla­vík og Benni út­skýrir ris

Anton Ingi Leifsson skrifar

KR vann enn einn sigurinn á Keflavík í gær er liðin mættust í Dominos-deild karla í gærkvöldi. Leikurinn var gerður upp í Dominos Körfuboltakvöldi í gær.

Dino Cinac átti frábæran leik fyrir KR og skoraði 22 stig. Hann var stigahæsti leikmaður vallarins.

„Þetta er hörkuleikmaður. Hann er búinn að eiga farsælan feril hér og þar, aðallega þar, þannig að menn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að fá. Ég hef stundum áhyggjur af honum inni á vellinum,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

„Mér finnst kveikjuþráðurinn á honum dálítið stuttur. Hann er snöggur að fara í dómaranna og ég er á tauginni að honum verði hent út mjög summa. Þegar menn sýna svona þá fara andstæðingar í að æsa þennan gæja upp en það efast enginn um hæfileikanna.“

Jón Halldór Eðvaldsson tók svo við boltanum og sagði einmitt að þriðji spekingur þáttarins í gær, Teitur Örlygsson, hafi ekki verið barnanna bestur.

Teitur fór þá að skrifa eitthvað niður á blað og vildi koma sér frá umræðunni en það kom síðan í ljós að hann hafi bara brotað yfir Keflavíkur merkið á tölfræðiblaði sínu er strákarnir settu pressu á hann hvað hann hafi verið að teikna.

Benedikt endaði svo umræðuna á að útskýra ris. Hann líkti því við KR-liðið en umræðuna um KR og Keflavík má sjá efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×