Handbolti

Landsliðskona með slitið krossband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andrea í leik með landsliðinu gegn Frakklandi.
Andrea í leik með landsliðinu gegn Frakklandi. vísir/bára

Landsliðkonan í handbolta Andrea Jacobsen er með slitið krossband. Þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í kvöld.

Andrea er því önnur íslenska handboltakonan sem slítur krossband síðustu daga en eins og Vísir greindi frá í dag sleit Jóhanna Margrét Sigurðardóttir einnig krossband í vikunni.

Andrea sagði í samtali við Vísi að krossbandið hafi slitnað í leik með liði sínu Kristianstad í Svíþjóð síðasta föstudag. Mikið áfall fyrir þessa 21 árs skyttu.

„Ég var í fintu og heyrði smell. Ég skokkaði bara útaf þar sem ég hélt að þetta væri ekkert. Þetta var ekkert sárt,“ sagði Andrea en hún fék svo að vita í gær að krossbandið væri slitið.

„Nú þarf ég að skoða næstu skref hvað varðar aðgerð og svo tekur endurhæfingin bara við.“

Andrea segir að þetta sé slæmt áfall en hún hafði verið í íslenska landsliðshópnum undanfarið. Hún segir að Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, hafi fengið að vita af meiðslunum í gær.

„Ég heyrði í Arnari í gær og það var mjög erfitt að segja honum frá þessu. Hann var svekktur eins og ég en það þýðir ekkert að dvelja við þetta,“ sagði Andrea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×