Körfubolti

Domin­os Körfu­bolta­kvöld: „Vor­kenni þeim ekki neitt“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Benedikt Guðmundsson, einn sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds, vorkennir Stjörnunni lítið að hafa þurft að spila einn leik án Ægis Þórs Steinarssonar.

Valsmenn unnu lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni á föstudagskvöldið en með sigri komust Valsmenn upp úr fallsæti. Stjörnumenn höfðu unnið tólf deildarleiki í röð fyrir leikinn svo sigurinn var óvæntur.

Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum á föstudagskvöldið.

„Ég ætla ekki að taka neitt af Val en það vantar albesta leikmenn Stjörnunnar í vetur. Ekki bara sóknarlega heldur varnarlega líka,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson.

Benedikt Guðmundsson finnur ekki mikið til með toppliðinu.

„Ég vorkenni þeim ekki neitt. Hvaða lið í vetur er ekki búið að spila leik án lykilmanns í einhvern tíma? Það vantar einn mann. Hlynur misstu nokkra leiki og þeir leystu það mjög vel en þeir eru ekki með marga leikstjórnendur. Tomsick á að geta höndlað þetta.“

Teitur Örlygsson sagði að þetta hafi verið Valsliðið sem hann hafi verið að bíða eftir.

„Valur vann Tindastól fyrir norðan, lentu í framlengingu í Njarðvík og vinna Stjörnuna núna með 30 stigum. Þeir skíttöpuðu á milli Keflavík í millitíðinni en er þetta ekki Valsliðið sem við bjuggumst við að sjá í október? Þeir eru að mæta til leiks í febrúar.“

Alla umræðuna má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×