Golf

Fór holu í höggi og er á toppnum eftir þrjá hringi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Si Woo Kim lék frábært golf í dag.
Si Woo Kim lék frábært golf í dag. Chris Keane/Getty Images

Si Woo Kim trónir á toppnum þegar þrír hringir eru búnir á Wyndham meistaramótinu í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Hinn 24 ára gamli kylfingur frá Suður-Kóreru hefur leikið frábærlega á fyrstu þremur hringjum mótsins. Hann er sem stendur á 18 höggum undir pari og fór til að mynda holu í höggi á hring dagsins.

Hann er með tveggja högga forystu á Doc Redman og Rob Oppenheim sem eru jafnir í öðru sæti mótsins.

Kim - sem varð yngsti kylfingur sögunnar til að vinna PGA-meistaramót fyrir þremur árum - stefnir því á sinn þriðja sigur í mótaröðinni er mótinu lýkur á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.