Handbolti

Seinni bylgjan: Léleg fjárfesting hjá FH í Agli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Egill Magnússon hefur ekki gert mikið hjá FH eftir félagaskiptin frá Stjörnunni í sumar.

Hann hefur aðeins leikið fjóra leiki með FH í Olís-deildinni og skorað sex mörk. Eitt þeirra kom í sigrinum á Aftureldingu, 28-32, á mánudaginn.

„Djöfull var þetta léleg fjárfesting hjá FH,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um Egil í Seinni bylgjunni í gær.

„Það er komin smá pressa á Egil. Bjarni Ófeigur [Valdimarsson] er meiddur og núna þarf hann að standa sig. Hann spilaði miklu meira í þessum leik heldur en þetta eina mark. Hann var frekar dapur í leiknum.“

Egill þótti mikið efni og fór ungur til Team Tvis Holstebro í Danmörku. Meiðsli hafa hins vegar gert honum erfitt fyrir og hann er ekki kominn jafn langt og vonir stóðu til.

„Auðvitað er þetta smá ósanngjarnt, hann er búinn að vera meiddur. En núna vil ég fá alvöru frammistöðu og hann rifji upp hversu góður hann var. Það þýðir ekkert að vera að dúlla sér og skora 2-3 mörk þegar leikurinn er búinn,“ sagði Jóhann Gunnar.

„Ég vona innilega að hann verði geggjaður. Hann getur það svo auðveldlega. En hann þarf að gefa heldur betur í fyrir FH og hætta að vorkenna sjálfum sér að hafa verið meiddur.“

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×