Handbolti

Seinni bylgjan: „Þeir voru of lengi að stoppa tímann“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Valur vann ÍBV í miklum spennuleik, 25-26, í Olís-deild karla í handbolta á mánudaginn.

Eyjamenn héldu að þeir hefðu jafnað þegar Elliði Snær Viðarsson skoraði undir blálokin en markið var dæmt af. Magnús Kári Jónsson, sem dæmdi markið ekki gilt, var aldrei í vafa en það mátti ekki tæpara standa.

Logi Geirsson vill meina að það starfsmenn í ritaraborðinu hefðu verið of lengi að stöðva tímann þegar Eyjamenn báðu um leikhlé eftir að Finnur Ingi Stefánsson kom Valsmönnum í 25-26. Þar hefðu dýrmætar sekúndur tapast.

„Þeir voru of lengi að stoppa tímann á tímavarðarborðinu,“ sagði Logi í Seinni bylgjunni í gær.

„Þetta er bara stig í baráttunni. Mér sýndist að tímavörðurinn hafi verið of lengi að stöðva tímann. Þetta hefði átt að vera þremur sekúndum lengur,“ bætti Logi við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Kristinn: Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni

„Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×