Handbolti

Tomas Svensson benti Eskilstuna Guif á að fá Daníel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel er með 35,4% hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni í vetur.
Daníel er með 35,4% hlutfallsmarkvörslu í Olís-deildinni í vetur. vísir/daníel

Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson gengur til liðs við Eskilstuna Guif frá Val fyrir næsta tímabil.

Á heimasíðu Guif segir að Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður liðsins og núverandi markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins, hafi bent sínu gamla liði á Daníel.

Hafnfirðingurinn hefur reynslu úr sænsku úrvalsdeildinni en hann lék með Ricoh í tvö ár. Þar áður lék hann með SönderjyskE í Danmörku um tveggja ára skeið.

Daníel gekk í raðir Vals sumarið 2018 og hefur verið einn besti markvörður Olís-deildarinnar síðan þá.

Daníel hóf ferilinn með FH og varð Íslandsmeistari með liðinu 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×