Enski boltinn

Spilaði sinn fyrsta leik síðan í ágúst og Guar­diola sagði hann besta mið­vörð í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Laporte í leiknum í gær. Hér ræðir hann við Lee Mason dómara.
Laporte í leiknum í gær. Hér ræðir hann við Lee Mason dómara. vísir/getty

Aymeric Laporte snéri aftur í lið Manchester City í gær er liðið hafði betur gegn nýliðum Sheffield United með marki frá Sergio Aguero.

Laporte hefur verið lengi á meiðslalistanum en þetta var hans fyrsti leikur síðan 31. ágúst er hann meiddist illa á hné í leik gegn Brighton.

City er þrettán stigum á eftir toppliði Liverpool en Guardiola segir að koma Frakkans geri mikið fyrir ríkjandi Englandsmeistara.

„Hann er besti miðvörður í heimi fyrir mér þegar hann er heill heilsu. Ímyndið ykkur þegar bestu liðin í heimi missa sinn besta miðvörð. Við höfum saknað hans,“ sagði Guardiola.







„Hann er sérfræðingur með sinn vinstri fót. Hann er öflugur í loftinu með góðan persónuleika. Við vissum að hann gæti ekki spilað 90 mínútur en Eric Garca er ótrúlegur líka.“

Laporte spilaði 78 mínútur áður en honum var skipt af velli þrátt fyrir Eric Garcia. Guardiola virðist þó ekki vera með besta minnið því hann man ekki alveg hversu lengi hann spilaði.

„Ég er ánægður að hann hafi spilað 65-70 mínútur. Fyrsta skrefið var gott og hann getur hjálpað okkur út tímabilið. Hann er svo mikilvægur spilinu okkar, karakter hans og hugarfar. Hann hefur þetta allt,“ sagði Guardiola.

City mætir Fulham í enska bikarnum á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×