Handbolti

Bikarmeistararnir fara til Eyja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH-ingar urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili.
FH-ingar urðu bikarmeistarar á síðasta tímabili. vísir/bára

Bikarmeistarar FH sækja ÍBV heim í stórleik 8-liða úrslita Coca Cola bikars karla í handbolta. Bikarmeistarar Vals mæta Grill 66-deildarliði FH í 8-liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna.

Dregið var í 8-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna í dag.

Hjá körlunum voru bara lið úr Olís-deildinni í pottinum. Afturelding mætir ÍR, Fjölnir sækir Hauka heim og Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum Selfoss.

Hjá konunum er aðeins einn Olís-deildarslagur, milli HK og Fram.

ÍR fær KA/Þór í heimsókn og Haukar sækja Fjölni heim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.