Körfubolti

Snæfell vann Skallagrím örugglega í Stykkishólmi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snæfell vann öruggan sigur á Skallagrím í kvöld.
Snæfell vann öruggan sigur á Skallagrím í kvöld. Vísir/Vilhelm

Einn leikur fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Snæfell vann þá öruggan 73-54 sigur á Skallagrími á heimavelli sínum í Stykkishólmi.Gestirnir frá Borgarnesi byrjuðu leikinn full hægt og voru níu stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Þær snéru bökum saman í 2. leikhluta

og minnkuðu muninn niður í fimm stig fyrir hálfleik. Staðan þá 35-30 heimastúlkum í vil.Sóknarleikur gestanna var hins vegar ekki burðugur í 3. leikhluta og skoruðu þær aðeins 10 stig, líkt og í þeim fyrsta. Það var svo í 4.  leikhluta sem sóknarleikur Snæfells fór á flug en þær skoruðu þá 25 stig gegn aðeins 14 hjá Skallagrím.Lokatölur 73-54 og öruggur sigur Snæfells því staðreynd.Amarah Kiyana Coleman var atkvæðamest hjá Snæfellingum með 18 stig og níu fráköst. Hjá Skallagrím var Keira Breeanne Robinson með tvöfalda tvennu, 21 stig og 11 fráköst. Snæfell er sem fyrr í 6. sæti deildarinnar, nú með 10 stig. Þá er Skallagrímur í 5. sætinu með 20 stig og harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.