Körfubolti

Sjö þristar á þremur og hálfri mínútu í Keflavík | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tomsick skoraði megnið af stigunum sínum gegn Keflavík í 4. leikhluta.
Tomsick skoraði megnið af stigunum sínum gegn Keflavík í 4. leikhluta. vísir/bára

Stjarnan steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Domino's deild karla með sigri á Keflavík, 77-83, í uppgjöri toppliðanna í gær.

Í 4. leikhluta virtust körfurnar vera stærri en á öðrum tímum í leiknum. Leikmenn liðanna röðuðu þá niður þriggja stiga körfum, sama hversu erfið skotin voru.

Alls settu liðin niður sjö þrista á þremur og hálfri mínútu. Skotsýninguna má sjá hér fyrir neðan.



Stjörnumaðurinn Nikolas Tomsick setti niður þrjá þrista á þessum tíma en fáir eru duglegri að setja niður stór skot þegar mest á reynir en hann.

Stjarnan er með fjögurra stiga forskot á Keflavík þegar sjö umferðum er ólokið. Stjörnumenn hafa unnið ellefu leiki í röð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×