Körfubolti

Sjö þristar á þremur og hálfri mínútu í Keflavík | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tomsick skoraði megnið af stigunum sínum gegn Keflavík í 4. leikhluta.
Tomsick skoraði megnið af stigunum sínum gegn Keflavík í 4. leikhluta. vísir/bára

Stjarnan steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Domino's deild karla með sigri á Keflavík, 77-83, í uppgjöri toppliðanna í gær.

Í 4. leikhluta virtust körfurnar vera stærri en á öðrum tímum í leiknum. Leikmenn liðanna röðuðu þá niður þriggja stiga körfum, sama hversu erfið skotin voru.

Alls settu liðin niður sjö þrista á þremur og hálfri mínútu. Skotsýninguna má sjá hér fyrir neðan.


Stjörnumaðurinn Nikolas Tomsick setti niður þrjá þrista á þessum tíma en fáir eru duglegri að setja niður stór skot þegar mest á reynir en hann.

Stjarnan er með fjögurra stiga forskot á Keflavík þegar sjö umferðum er ólokið. Stjörnumenn hafa unnið ellefu leiki í röð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.