Viðskipti erlent

Flug­­mála­yfir­­völd segja Max mögu­lega geta tekið á loft fyrr en á­ætlað var

Eiður Þór Árnason skrifar
Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt.
Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. GETTY/ DAVID RYDER

Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað.Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020.Sjá einnig: Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumarSteve Dickson, forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar FAA, greindi stjórnendum þarlendra flugfélaga frá því í gær að stofnunin hafi ekki sett sér tímamörk er varðar vottunarferli 737 Max-vélanna en að stofnunin væri ánægð með góðan framgang þeirrar vinnu síðustu vikur.Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Neyðist félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var.Sjá einnig: Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá IcelandairIcelandair og Boeing hafa tvisvar sinnum gert bráðabirgðasamkomulag um skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar og standa nú yfir viðræður um frekari bætur. Stefnir Icelandair að því að fá allt tjón bætt vegna kyrrsetningarinnar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Segja líkindi með ellefu ára gömlu flugslysi og MAX-flugslysunum

Rannsókn New York Times á gögnum og skýrslum í tengslum við flugslys sem varð í febrúar 2009 er sögð í frétt blaðsins leiða í ljós ýmis líkindi með flugslysinu og flugslysunum sem urðu til þess að flugbann var sett á Boeing 737 MAX vélarnar á síðasta ári.

Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair

Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár.

Enn einn gallinn fannst í hug­búnaði 737 Max

Boeing vinnur nú að því að laga galla í ræsingarkerfi hugbúnaðar 737 Max vélanna sem var nýlega uppgötvaður. Hugbúnaðargallinn bætist við langan lista hluta sem laga þarf í vélunum sem hafa verið kyrrsettar frá því í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,75
20
3.458
KVIKA
1,22
1
50
BRIM
0
2
81.123
ORIGO
0
1
362
SKEL
0
3
16.532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-2,53
11
49.809
ARION
-2,46
16
343.746
ICESEA
-1,46
2
9.625
SIMINN
-1,33
4
96.937
REITIR
-0,92
3
33.894
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.