Körfubolti

Dinart látinn fara eftir slæmt gengi á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dinart er atvinnulaus eftir að franska sambandið lét hann taka poka sinn.
Dinart er atvinnulaus eftir að franska sambandið lét hann taka poka sinn. Vísir/Getty

Franska handknattleikssambandið hefur sagt upp samningi sínum við Didier Dinart. Þetta fyrrum varnartröll var þjálfari franska landsliðsins sem beið afhroð á EM í Svíþjóð og komst ekki í milliriðil.

Fyrir mót var búist við því að Frakkar myndu að lágmarki fara í milliriðil og töldu margir þá með sterkari liðum mótsins. Frakkar hafa nær alltaf verið með eitt af bestu handboltalandsliðum í heimi og því kom árangur þeirra í Svíþjóð mjög á óvart.

Liðinu tókst aðeins að vinna Bosníu í riðlakeppninni en tapaði fyrir Noregi og Portúgal.

Dinart, sem var á sínum tíma einn besti varnarmaður í heimi, tók við landsliðinu árið 2016 og varð Frakkland heimsmeistari undir hans stjórn árið 2017. Eitthvað sem hann þekkti vel en á ferli sínum sem leikmaður varð hann heimsmeistari þrívegis.

Frakkar nældu svo í brons á EM 2018 og HM 2019.

Samkvæmt franska miðlinum L'Equipe verður Guillaume Gille næsti landsliðsþjálfari Frakklands en hefur verið aðstoðarmaður Dinarts undanfarin misseri. 


Tengdar fréttir

Norðmenn brjálaðir | Átti sigurmark Króatíu að standa?

Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik liðsins gegn Noregi í gær þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir á klukkunni. Norðmenn eru brjálaðir þar sem þeir segja að markið hafi verið ólöglegt. Leiknum lauk með eins marks sigri Króatíu, 29-28.

Spánverjar Evrópumeistarar 2020

Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Króötum í frábærum úrslitaleik. Lokatölur í Tele2 höllinni í Stokkhólmi 22-20 Spánverjum í vil. Annað skiptið í röð sem Spánverjar landa Evrópumeistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×