Körfubolti

Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kobe Bryant lést í þyrluslysi í morgun.
Kobe Bryant lést í þyrluslysi í morgun. Vísir/Getty

Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum.

Þær skelfilegu fréttir bárust í kjölfarið að ein af fjórum dætrum Kobe hefði verið með honum í þyrlunni. Þau voru á leiðinni í körfuboltaleik sem hún var að fara spila. Ásamt þeim var liðsfélagi hennar sem og foreldri.

Shaq segir orð ekki geta lýst tilfinningum sínum

Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, á líkt og við öll erfitt með að trúa þessu.

Tom Brady, einn besti leikstjórnandi sögunnar í NFL deildarinnar, saknar Kobe nú þegar. Brady er 42 ára, ári eldri en Kobe var.

Joel Embiid, leikmaður Philadelphia 76ers, segir Kobe bókstaflega vera ástæðuna fyrir því að hann byrjaði að æfa körfubolta.

Dwayne Wade, fyrrum stórstjarna í NBA deildinni, neitar að trúa þessu.

Trae Young, einn efnilegasti leikmaður deildarinnar, er miður sín.

Pau Gasol segir Kobe hafa verið stóra bróðir sinn 

Luka Doncic á engin orð

Marcus Rashford segir Kobe vera fyrirmynd fyrir alla íþróttamenn

Rapparinn Meek Mill minnist Kobe - Þeir fæddust báðir í Philly

Kareem Abdul-Jabbar, fyrrum Lakers goðsögn, birti myndband til að lýsa ást sinni og hrifningu á Kobe Bryant


Tengdar fréttir

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.