Körfubolti

Kobe Bryant á forsíðum blaðanna: Svona voru forsíðurnar í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nokkrar forsíður bandarísku blaðanna í morgun.
Nokkrar forsíður bandarísku blaðanna í morgun. Samsett

Það þarf ekki að koma mikið á óvart að fréttin af örlögum Kobe Bryant sé á forsíðu allra helstu blaða í Bandaríkjunum.

Það að Kobe Bryant hafi látist í þyrluslysi 41 árs gamall er ein af stærstu fréttum í sögu íþróttanna og er ein af þessum fréttum þar sem margir munu muna hvar þeir voru þegar þeir heyrðu þetta fyrst.

Kobe Bryant er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður allra tíma heldur var hann svo mikil íþróttastjarna að hann var þekktur undir fornafni sínu og tilheyrði því hópi sem fáir komast í.

Sporting News tók saman forsíður nokkra af stærstu blaðanna í Bandaríkjunum og má sjá þær hér fyrir neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.