Kristinn: Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni Einar Kárason skrifar 28. janúar 2020 22:09 Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, ásamt Erlingi Richardssyni, meðþjálfara sínum. vísir/ „Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé. „Þetta er leikur sem klárast á smáatriðum.” Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja en mættu ekki tilbúnir til leiks í síðari hálfleik þar sem gestirnir tóku völd. „Þetta er leikur sem er mjög sveiflukenndur. Við erum að ná þarna tvisvar fjögurra marka forustu. Þeir (Valsmenn) eru að ná henni. Þá ná svo að vera aðeins á undan í seinni hálfleik og við alltaf að jafna.” „Við töluðum um að halda áfram í hálfleik. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja á aðra hluti sem við töldum vera möguleikar en við vorum bara ekki nógu sterkir sóknarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Vorum of staðir og kannski ekki alveg klárir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvað var það í sóknarleik okkar í upphafi seinni hálfleiks sem var ekki nógu gott og laga það. Það er klárlega kafli í leiknum sem var ekki nógu góður.” ÍBV voru nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en dómarar leiksins töldu tímann vera liðinn þegar boltinn fór yfir línuna. „Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni. Ég er náttúrulega alveg hlutlaus í því efni,” sagði Kristinn kíminn. „Vonandi hafa þeir haft rétt fyrir sér. Það var örugglega hrikalegt að þurfa að þetta. Var hann inni, var hann ekki inni? Hann þarf að taka ákvörðun og hann tekur þessa ákvörðun að sinni bestu vitund.” Þrátt fyrir tap fannst Kristni spilamennska liðsins ekki vera alls galin. „Við megum ekki grafa okkur niður við eins marks tap á móti liði sem er búið að vera besta liðið í deildinni upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að maður sé ekki drullusvekktur við að hafa tapað. Við verðum bara að nýta þá daga sem við eigum fram á laugardag en við eigum hörkuleik á móti Selfoss og það verður örugglega eitthvað annað eins bíó.” „Þetta snýst um að vera klókur og stundum höfum við verið það. Við vorum það á móti FH í síðasta leik og núna vorum við undir og við verðum bara að halda áfram. Við verðum að skapa okkar lukku sjálfir,” sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ Sjá meira
„Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé. „Þetta er leikur sem klárast á smáatriðum.” Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja en mættu ekki tilbúnir til leiks í síðari hálfleik þar sem gestirnir tóku völd. „Þetta er leikur sem er mjög sveiflukenndur. Við erum að ná þarna tvisvar fjögurra marka forustu. Þeir (Valsmenn) eru að ná henni. Þá ná svo að vera aðeins á undan í seinni hálfleik og við alltaf að jafna.” „Við töluðum um að halda áfram í hálfleik. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja á aðra hluti sem við töldum vera möguleikar en við vorum bara ekki nógu sterkir sóknarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Vorum of staðir og kannski ekki alveg klárir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvað var það í sóknarleik okkar í upphafi seinni hálfleiks sem var ekki nógu gott og laga það. Það er klárlega kafli í leiknum sem var ekki nógu góður.” ÍBV voru nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en dómarar leiksins töldu tímann vera liðinn þegar boltinn fór yfir línuna. „Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni. Ég er náttúrulega alveg hlutlaus í því efni,” sagði Kristinn kíminn. „Vonandi hafa þeir haft rétt fyrir sér. Það var örugglega hrikalegt að þurfa að þetta. Var hann inni, var hann ekki inni? Hann þarf að taka ákvörðun og hann tekur þessa ákvörðun að sinni bestu vitund.” Þrátt fyrir tap fannst Kristni spilamennska liðsins ekki vera alls galin. „Við megum ekki grafa okkur niður við eins marks tap á móti liði sem er búið að vera besta liðið í deildinni upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að maður sé ekki drullusvekktur við að hafa tapað. Við verðum bara að nýta þá daga sem við eigum fram á laugardag en við eigum hörkuleik á móti Selfoss og það verður örugglega eitthvað annað eins bíó.” „Þetta snýst um að vera klókur og stundum höfum við verið það. Við vorum það á móti FH í síðasta leik og núna vorum við undir og við verðum bara að halda áfram. Við verðum að skapa okkar lukku sjálfir,” sagði Kristinn að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00