Fótbolti

Zlatan skoraði í fram­lengdum bikar­sigri Milan | Kobe minnst fyrir leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan fagnar marki sínu í kvöld.
Zlatan fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty

AC Milan er komið áfram í ítalska bikarnum eftir að liðið vann 4-2 sigur á Torino í framlengdum leik í kvöld.

Fyrir leikinn heiðruðu stuðningsmenn AC Milan minningu Kobe Bryant sem lést á sunnudag en hann var mikill stuðningsmaður ítalska stórliðsins.
Giacomo Bonaventura kom Milan yfir á 12. mínútu en Bremer jafnaði fyrir Torino á 34. mínútu.

Bremer var aftur á ferðinni á 71. mínútu er hann virtist vera tryggja Torino sigurinn en á elleftu stundu í uppbótartíma jafnaði Hakan Calhanoglu og tryggði Milan framlengingu.

Tyrkinn skoraði aftur á 106. mínútu og Zlatan Ibrahimovic tryggði AC svo 4-2 sigur með marki á 108. mínútu en Svíinn hafði komið inn á sem varamaður á 65. mínútu.
Milan er þar af leiðandi komið í undanúrslitn þar sem þeir mæta Napoli í tveimur leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.