Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:30 Jóhannes Þór segir vissulega vera áhyggjur meðal ferðaþjónustuaðila sem þjónusta kínverska hópa visir/Vilhelm Breska flugfélagið British Airways hefur fellt niður allt flug til og frá meginlandi Kína og indónesíska flugfélagið Lion Air ætlar að fella niður allt flug frá 1. febrúar. Ekki er beint flug frá Kína til Íslands og talið að flestir kínverskir ferðamenn ferðist í gegnum Norðurlöndin eða Bretland. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erfitt að átta sig á áhrifum niðurfellingar flugs umfram það ferðabann sem hefur þegar tekið gildi í Kína. Algjört ferðabann er á svæðinu í kringum Wuhan en einnig hafa borist fregnir af hópferðabanni Kínverja. Ekki er staðfest hve víðtækt bannið er. Jóhannes segir útbreiðslu veirunnar næstu vikur og mánuði skipta sköpum varðandi ferðaþjónustuna. „Núna eru fyrirtækin að glíma við þessar afbókanir sem eru hafnar og reyna að átta sig á því hver staðan er, hversu víðtækt þetta er og hverju megi búast við inn í sumarið. Það er erfitt að spá fram í tímann á þessari stundu,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir ýmis fyrirtæki fá afbókanir. „Við heyrum frá hótelunum og hópfyrirtækjunum. Þetta hópferðabann í Kína hefur áhrif fyrst á þessi fyrirtæki. Svo er þetta afleitt út í afþreyingamarkaðinn og fyrirtæki á þeim vettvangi sem er að taka móti hópum. Þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Jóhannes Þór. Hópur Kínverja sem ferðast á eigin vegum fer einnig stækkandi en Kínverjar voru hundrað þúsund af tveimur milljónum ferðamanna á Íslandi í fyrra. Gert var ráð fyrir svipuðum fjölda í ár og þá ekki síst nú í febrúar enda mikið ferðatímabil að hefjast hjá Kínverjum vegna kínverska nýársins. „Þetta eru ferðatímabil sem eru utan háannar hjá okkur og hafa skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin sem hafa verið að taka á móti þessum hópum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur fellt niður allt flug til og frá meginlandi Kína og indónesíska flugfélagið Lion Air ætlar að fella niður allt flug frá 1. febrúar. Ekki er beint flug frá Kína til Íslands og talið að flestir kínverskir ferðamenn ferðist í gegnum Norðurlöndin eða Bretland. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erfitt að átta sig á áhrifum niðurfellingar flugs umfram það ferðabann sem hefur þegar tekið gildi í Kína. Algjört ferðabann er á svæðinu í kringum Wuhan en einnig hafa borist fregnir af hópferðabanni Kínverja. Ekki er staðfest hve víðtækt bannið er. Jóhannes segir útbreiðslu veirunnar næstu vikur og mánuði skipta sköpum varðandi ferðaþjónustuna. „Núna eru fyrirtækin að glíma við þessar afbókanir sem eru hafnar og reyna að átta sig á því hver staðan er, hversu víðtækt þetta er og hverju megi búast við inn í sumarið. Það er erfitt að spá fram í tímann á þessari stundu,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir ýmis fyrirtæki fá afbókanir. „Við heyrum frá hótelunum og hópfyrirtækjunum. Þetta hópferðabann í Kína hefur áhrif fyrst á þessi fyrirtæki. Svo er þetta afleitt út í afþreyingamarkaðinn og fyrirtæki á þeim vettvangi sem er að taka móti hópum. Þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Jóhannes Þór. Hópur Kínverja sem ferðast á eigin vegum fer einnig stækkandi en Kínverjar voru hundrað þúsund af tveimur milljónum ferðamanna á Íslandi í fyrra. Gert var ráð fyrir svipuðum fjölda í ár og þá ekki síst nú í febrúar enda mikið ferðatímabil að hefjast hjá Kínverjum vegna kínverska nýársins. „Þetta eru ferðatímabil sem eru utan háannar hjá okkur og hafa skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin sem hafa verið að taka á móti þessum hópum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05