Viðskipti innlent

Langvarandi ótryggt starfsumhverfi Póstsins bitni á heilsu og starfsanda

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum.
Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum. Vísir/Vilhelm

Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp hjá Póstinum í dag. Forstjóri fyrirtækisins segir að ástæðan sé sú að frá og með 1. maí muni Pósturinn hætta dreifingu á ómerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi.

Sjá nánar: Þrjátíu sagt upp hjá Póstinum

Jón Ingi Cæsarsson, formaður Póstmannafélags Íslands, segir ótryggt starfsumhverfi hjá Póstinum koma illa niður á heilsu starfsfólksins og vinnuandanum.

Hann segist meðvitaður um póstþjónustan um heim allan glími við sama vandamál; samdrátt í bréfapósti og öðru slíku.

„Þannig að verið er að gera ráðstafanir víða og ríkið hefur komið inn með peninga víða um heim,“ segir Jón Ingi.

Í samtali við fréttastofu sagði Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, að uppsagnirnar séu honum sjálfum þungbærar og starfsfólkinu mikið áfall, ekki síst fyrir þá sem eftir standa.

Jón segir aðhaldskröfuna frá stjórn Póstsins hafa grafið undan hinum góða starfsanda sem hafi einkennt Póstinn sem vinnustað hér áður fyrr.

„Vinnumórallinn hjá gamla Póst og síma og hjá Íslandspósti fyrstu árin var mjög góður og fólk var öruggt í vinnunni og margir unnu þarna þrátt fyrir lág laun mjög lengi. Þessi veruleiki sem blasir við núna er allur annar og verri.“

Hvernig er líðan starfsfólksins almennt? Er fólk óttaslegið?

„Það var önnur uppsagnahrina í ágúst, og nokkru fyrir hana lá fyrir að farið yrði í einhverjar aðgerðir og síðan var boðað í framhaldinu aðrar uppsagnir sem talað var um að yrðu í nóvember sem komu þó ekki þá.

Það getur hver sem er sagt sér hvernig manni líður að vera alltaf með einhvers konar hótanir yfir höfði sér frá stjórn og forstjóra um að nú skuli gripið til aðgerða. Að nú skuli sagt upp fólki. Það hefur áhrif á allt og alla, sérstaklega þegar það liggur ekki fyrir hvernig það er, nákvæmlega.“

Jón Ingi segir að álagið, sem fylgi aðhaldskröfunni, sé ekki boðlegt.

„Enda telur fyrirtækið ástæðu til að fá sálfræðing til að ræða við fólk eftir svona hremmingar. Að vísu verð ég að segja að það er mjög vel staðið að þessum uppsögnum. Það er allt fullkomlega löglegt og mikið gert til að halda utan um fólk og kynna því rétt sinn og annað slíkt. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er þetta ósýnilega óöryggi sem fer með heilsu og móral í fyrirtækinu,“ segir Jón Ingi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-9,69
65
199.816
SIMINN
-4,23
20
454.624
VIS
-4,09
22
264.507
SJOVA
-3,82
18
122.962
SKEL
-3,41
9
101.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.