Körfubolti

Robin­­son sendur í sturtu eftir ljótt brot á Matthíasi | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías liggur eftir.
Matthías liggur eftir. vísir/skjáskot

Gerald Robinson fékk reisupassann í leik Hauka og KR í Dominos-deild karla í gærkvöldi er rúm mínúta var eftir af leiknum.

Robinson var hent út úr húsi eftir að hafa brotið illa á Matthíasi Orra Sigurðarsyni. Robinson tók frákastið sjálfur en missti boltann klaufalega frá sér.

Matthias var svo að fara skjóta á körfuna er Robinson fór groddaralega í andlitið á honum. Fyrst fékk hann óíþróttamannslega villu en dómarar leiksins ákváðu að ganga skrefi lengra og henda honum út úr húsi.

Klippa: Ljótt brot Robinson





Robinson er þar af leiðandi á leið í leikbann en hann var næst stigahæsti leikmaður Hauka í gær með 17 stig. Þar að auki tók hann fjórtán fráköst og Haukarnir voru +18 með hann inni á vellinum.

Hann mun því missa af leik Hauka gegn Grindavík á útivelli en Hafnarfjarðarliðið er í 6. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×