Tíðindi á nýju ári Drífa Snædal skrifar 10. janúar 2020 15:30 Kæru lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Um áramótin urðu þau gleðitíðindi að tekjumörk til að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi voru rýmkuð til muna með breytingum á lögum. Nú hafa því töluvert fleiri möguleika á að fá úthlutað íbúðum í gegnum félagið. Fólk er hvatt til að kynna sér möguleikann hjá bjargibudafelag.is enda er lækkun húsnæðiskostnaðar ein besta kjarabót sem fólk getur fengið. Frekari tíðindi af húsnæðismálum er að vænta á þessu nýja ári enda hafa þau verið eitt af kjarnamálum síðustu ára. Fleiri úrbætur urðu um áramótin og má þar helst nefna lenging fæðingarorlofs, sem var eitt af atriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við undirritun kjarasamningana síðasta vor. Nú eru eyrnamerktir 4 mánuðir fyrir hvort foreldri fyrir sig og tveir til sameiginlegrar ráðstöfunar, samtals 10 mánuðir. Þetta mun hækka í 12 mánuði um næstu áramót. Það ber alltaf að hafa í huga í tengslum við fæðingarorlofsbreytingar að það er einmitt eitt helsta tæki til jafnréttis kynjanna sem hægt er að beita auk þess að vera sjálfsögð krafa barna að njóta óskertrar samveru við foreldra. Skattkerfinu var breytt um áramótin auk barnabótakerfisins og urðu þau stórtíðindi að það er nú þriggja þrepa kerfi í stað tveggja. Það er ekkert launungarmál að vísasta leiðin til að jafna kjörin er að gera það í gegnum þrepaskipt skattkerfi. Breytingarnar núna hafa þau áhrif að fólk með tekjur undir 900 þúsund fær lækkun skatta á bilinu 2.000-4.500 krónur, mest er lækkunin hjá þeim sem eru með um 350 þúsund krónur í mánaðarlaun og frekari lækkun kemur næstu áramót. Hins vegar, vegna þess að kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuþrep var ekki mætt, þá gagnast breytingarnar best þeim sem eru með yfir milljón á mánuði, þeir fá skattalækkun uppá tæplega fimm þúsund krónur. Tilgangur skattabreytinganna var aldrei að hygla þeim hæst launuðu og stendur krafan um hátekjuskatt óhögguð til að við getum raunverulega jafnað kjörin í gegnum skatta. Þá eru óræddar þær ívilnanir sem eignafólk fær með lágum fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum. Baráttunni fyrir sanngjörnu skattkerfi er því hvergi nærri lokið! Ég get ekki orða bundist í þessum föstudagspistli að minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur sem var kvödd við fallega athöfn á föstudagsmorgun. Hún var merkisberi kynslóðar sem menntaði sig meira en áður hafði þekkst, aflaði sér þekkingar á áður óþekktum sviðum, bar með sér ferska vinda til Íslands og kröfur um róttækar breytingar til jafnaðar og jafnréttis. Að lokum vann hún innan kerfisins að góðum breytingum, sem stjórnmálakona og starfsmaður í stjórnsýslunni. Allt þetta gerði hún með væntumþykju og virðingu fyrir fólki og verkefnum. Ég naut sjálf samtals og stuðnings hennar frá því ég var kornung í Kvennalistanum og starfskona á fæðingardeildinni þar sem hún var félagsráðgjafi, í gegnum stjórnmál og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum leik og störf alla tíð síðan. Árangri í störfum sínum náði hún í gegnum samtal og lagni og árangurinn er áþreifanlegur mörgum sem búa nú við betri og sanngjarnari stöðu en áður. Við, sem samfélag, nutum þess að Guðrún barðist fyrir okkur og við sem þekktum hana erum betri manneskjur fyrir vikið. Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Um áramótin urðu þau gleðitíðindi að tekjumörk til að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi voru rýmkuð til muna með breytingum á lögum. Nú hafa því töluvert fleiri möguleika á að fá úthlutað íbúðum í gegnum félagið. Fólk er hvatt til að kynna sér möguleikann hjá bjargibudafelag.is enda er lækkun húsnæðiskostnaðar ein besta kjarabót sem fólk getur fengið. Frekari tíðindi af húsnæðismálum er að vænta á þessu nýja ári enda hafa þau verið eitt af kjarnamálum síðustu ára. Fleiri úrbætur urðu um áramótin og má þar helst nefna lenging fæðingarorlofs, sem var eitt af atriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við undirritun kjarasamningana síðasta vor. Nú eru eyrnamerktir 4 mánuðir fyrir hvort foreldri fyrir sig og tveir til sameiginlegrar ráðstöfunar, samtals 10 mánuðir. Þetta mun hækka í 12 mánuði um næstu áramót. Það ber alltaf að hafa í huga í tengslum við fæðingarorlofsbreytingar að það er einmitt eitt helsta tæki til jafnréttis kynjanna sem hægt er að beita auk þess að vera sjálfsögð krafa barna að njóta óskertrar samveru við foreldra. Skattkerfinu var breytt um áramótin auk barnabótakerfisins og urðu þau stórtíðindi að það er nú þriggja þrepa kerfi í stað tveggja. Það er ekkert launungarmál að vísasta leiðin til að jafna kjörin er að gera það í gegnum þrepaskipt skattkerfi. Breytingarnar núna hafa þau áhrif að fólk með tekjur undir 900 þúsund fær lækkun skatta á bilinu 2.000-4.500 krónur, mest er lækkunin hjá þeim sem eru með um 350 þúsund krónur í mánaðarlaun og frekari lækkun kemur næstu áramót. Hins vegar, vegna þess að kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuþrep var ekki mætt, þá gagnast breytingarnar best þeim sem eru með yfir milljón á mánuði, þeir fá skattalækkun uppá tæplega fimm þúsund krónur. Tilgangur skattabreytinganna var aldrei að hygla þeim hæst launuðu og stendur krafan um hátekjuskatt óhögguð til að við getum raunverulega jafnað kjörin í gegnum skatta. Þá eru óræddar þær ívilnanir sem eignafólk fær með lágum fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum. Baráttunni fyrir sanngjörnu skattkerfi er því hvergi nærri lokið! Ég get ekki orða bundist í þessum föstudagspistli að minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur sem var kvödd við fallega athöfn á föstudagsmorgun. Hún var merkisberi kynslóðar sem menntaði sig meira en áður hafði þekkst, aflaði sér þekkingar á áður óþekktum sviðum, bar með sér ferska vinda til Íslands og kröfur um róttækar breytingar til jafnaðar og jafnréttis. Að lokum vann hún innan kerfisins að góðum breytingum, sem stjórnmálakona og starfsmaður í stjórnsýslunni. Allt þetta gerði hún með væntumþykju og virðingu fyrir fólki og verkefnum. Ég naut sjálf samtals og stuðnings hennar frá því ég var kornung í Kvennalistanum og starfskona á fæðingardeildinni þar sem hún var félagsráðgjafi, í gegnum stjórnmál og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum leik og störf alla tíð síðan. Árangri í störfum sínum náði hún í gegnum samtal og lagni og árangurinn er áþreifanlegur mörgum sem búa nú við betri og sanngjarnari stöðu en áður. Við, sem samfélag, nutum þess að Guðrún barðist fyrir okkur og við sem þekktum hana erum betri manneskjur fyrir vikið. Góða helgi, Drífa
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun