Tíðindi á nýju ári Drífa Snædal skrifar 10. janúar 2020 15:30 Kæru lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Um áramótin urðu þau gleðitíðindi að tekjumörk til að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi voru rýmkuð til muna með breytingum á lögum. Nú hafa því töluvert fleiri möguleika á að fá úthlutað íbúðum í gegnum félagið. Fólk er hvatt til að kynna sér möguleikann hjá bjargibudafelag.is enda er lækkun húsnæðiskostnaðar ein besta kjarabót sem fólk getur fengið. Frekari tíðindi af húsnæðismálum er að vænta á þessu nýja ári enda hafa þau verið eitt af kjarnamálum síðustu ára. Fleiri úrbætur urðu um áramótin og má þar helst nefna lenging fæðingarorlofs, sem var eitt af atriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við undirritun kjarasamningana síðasta vor. Nú eru eyrnamerktir 4 mánuðir fyrir hvort foreldri fyrir sig og tveir til sameiginlegrar ráðstöfunar, samtals 10 mánuðir. Þetta mun hækka í 12 mánuði um næstu áramót. Það ber alltaf að hafa í huga í tengslum við fæðingarorlofsbreytingar að það er einmitt eitt helsta tæki til jafnréttis kynjanna sem hægt er að beita auk þess að vera sjálfsögð krafa barna að njóta óskertrar samveru við foreldra. Skattkerfinu var breytt um áramótin auk barnabótakerfisins og urðu þau stórtíðindi að það er nú þriggja þrepa kerfi í stað tveggja. Það er ekkert launungarmál að vísasta leiðin til að jafna kjörin er að gera það í gegnum þrepaskipt skattkerfi. Breytingarnar núna hafa þau áhrif að fólk með tekjur undir 900 þúsund fær lækkun skatta á bilinu 2.000-4.500 krónur, mest er lækkunin hjá þeim sem eru með um 350 þúsund krónur í mánaðarlaun og frekari lækkun kemur næstu áramót. Hins vegar, vegna þess að kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuþrep var ekki mætt, þá gagnast breytingarnar best þeim sem eru með yfir milljón á mánuði, þeir fá skattalækkun uppá tæplega fimm þúsund krónur. Tilgangur skattabreytinganna var aldrei að hygla þeim hæst launuðu og stendur krafan um hátekjuskatt óhögguð til að við getum raunverulega jafnað kjörin í gegnum skatta. Þá eru óræddar þær ívilnanir sem eignafólk fær með lágum fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum. Baráttunni fyrir sanngjörnu skattkerfi er því hvergi nærri lokið! Ég get ekki orða bundist í þessum föstudagspistli að minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur sem var kvödd við fallega athöfn á föstudagsmorgun. Hún var merkisberi kynslóðar sem menntaði sig meira en áður hafði þekkst, aflaði sér þekkingar á áður óþekktum sviðum, bar með sér ferska vinda til Íslands og kröfur um róttækar breytingar til jafnaðar og jafnréttis. Að lokum vann hún innan kerfisins að góðum breytingum, sem stjórnmálakona og starfsmaður í stjórnsýslunni. Allt þetta gerði hún með væntumþykju og virðingu fyrir fólki og verkefnum. Ég naut sjálf samtals og stuðnings hennar frá því ég var kornung í Kvennalistanum og starfskona á fæðingardeildinni þar sem hún var félagsráðgjafi, í gegnum stjórnmál og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum leik og störf alla tíð síðan. Árangri í störfum sínum náði hún í gegnum samtal og lagni og árangurinn er áþreifanlegur mörgum sem búa nú við betri og sanngjarnari stöðu en áður. Við, sem samfélag, nutum þess að Guðrún barðist fyrir okkur og við sem þekktum hana erum betri manneskjur fyrir vikið. Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Um áramótin urðu þau gleðitíðindi að tekjumörk til að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi voru rýmkuð til muna með breytingum á lögum. Nú hafa því töluvert fleiri möguleika á að fá úthlutað íbúðum í gegnum félagið. Fólk er hvatt til að kynna sér möguleikann hjá bjargibudafelag.is enda er lækkun húsnæðiskostnaðar ein besta kjarabót sem fólk getur fengið. Frekari tíðindi af húsnæðismálum er að vænta á þessu nýja ári enda hafa þau verið eitt af kjarnamálum síðustu ára. Fleiri úrbætur urðu um áramótin og má þar helst nefna lenging fæðingarorlofs, sem var eitt af atriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við undirritun kjarasamningana síðasta vor. Nú eru eyrnamerktir 4 mánuðir fyrir hvort foreldri fyrir sig og tveir til sameiginlegrar ráðstöfunar, samtals 10 mánuðir. Þetta mun hækka í 12 mánuði um næstu áramót. Það ber alltaf að hafa í huga í tengslum við fæðingarorlofsbreytingar að það er einmitt eitt helsta tæki til jafnréttis kynjanna sem hægt er að beita auk þess að vera sjálfsögð krafa barna að njóta óskertrar samveru við foreldra. Skattkerfinu var breytt um áramótin auk barnabótakerfisins og urðu þau stórtíðindi að það er nú þriggja þrepa kerfi í stað tveggja. Það er ekkert launungarmál að vísasta leiðin til að jafna kjörin er að gera það í gegnum þrepaskipt skattkerfi. Breytingarnar núna hafa þau áhrif að fólk með tekjur undir 900 þúsund fær lækkun skatta á bilinu 2.000-4.500 krónur, mest er lækkunin hjá þeim sem eru með um 350 þúsund krónur í mánaðarlaun og frekari lækkun kemur næstu áramót. Hins vegar, vegna þess að kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuþrep var ekki mætt, þá gagnast breytingarnar best þeim sem eru með yfir milljón á mánuði, þeir fá skattalækkun uppá tæplega fimm þúsund krónur. Tilgangur skattabreytinganna var aldrei að hygla þeim hæst launuðu og stendur krafan um hátekjuskatt óhögguð til að við getum raunverulega jafnað kjörin í gegnum skatta. Þá eru óræddar þær ívilnanir sem eignafólk fær með lágum fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum. Baráttunni fyrir sanngjörnu skattkerfi er því hvergi nærri lokið! Ég get ekki orða bundist í þessum föstudagspistli að minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur sem var kvödd við fallega athöfn á föstudagsmorgun. Hún var merkisberi kynslóðar sem menntaði sig meira en áður hafði þekkst, aflaði sér þekkingar á áður óþekktum sviðum, bar með sér ferska vinda til Íslands og kröfur um róttækar breytingar til jafnaðar og jafnréttis. Að lokum vann hún innan kerfisins að góðum breytingum, sem stjórnmálakona og starfsmaður í stjórnsýslunni. Allt þetta gerði hún með væntumþykju og virðingu fyrir fólki og verkefnum. Ég naut sjálf samtals og stuðnings hennar frá því ég var kornung í Kvennalistanum og starfskona á fæðingardeildinni þar sem hún var félagsráðgjafi, í gegnum stjórnmál og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum leik og störf alla tíð síðan. Árangri í störfum sínum náði hún í gegnum samtal og lagni og árangurinn er áþreifanlegur mörgum sem búa nú við betri og sanngjarnari stöðu en áður. Við, sem samfélag, nutum þess að Guðrún barðist fyrir okkur og við sem þekktum hana erum betri manneskjur fyrir vikið. Góða helgi, Drífa
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun