Tíðindi á nýju ári Drífa Snædal skrifar 10. janúar 2020 15:30 Kæru lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Um áramótin urðu þau gleðitíðindi að tekjumörk til að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi voru rýmkuð til muna með breytingum á lögum. Nú hafa því töluvert fleiri möguleika á að fá úthlutað íbúðum í gegnum félagið. Fólk er hvatt til að kynna sér möguleikann hjá bjargibudafelag.is enda er lækkun húsnæðiskostnaðar ein besta kjarabót sem fólk getur fengið. Frekari tíðindi af húsnæðismálum er að vænta á þessu nýja ári enda hafa þau verið eitt af kjarnamálum síðustu ára. Fleiri úrbætur urðu um áramótin og má þar helst nefna lenging fæðingarorlofs, sem var eitt af atriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við undirritun kjarasamningana síðasta vor. Nú eru eyrnamerktir 4 mánuðir fyrir hvort foreldri fyrir sig og tveir til sameiginlegrar ráðstöfunar, samtals 10 mánuðir. Þetta mun hækka í 12 mánuði um næstu áramót. Það ber alltaf að hafa í huga í tengslum við fæðingarorlofsbreytingar að það er einmitt eitt helsta tæki til jafnréttis kynjanna sem hægt er að beita auk þess að vera sjálfsögð krafa barna að njóta óskertrar samveru við foreldra. Skattkerfinu var breytt um áramótin auk barnabótakerfisins og urðu þau stórtíðindi að það er nú þriggja þrepa kerfi í stað tveggja. Það er ekkert launungarmál að vísasta leiðin til að jafna kjörin er að gera það í gegnum þrepaskipt skattkerfi. Breytingarnar núna hafa þau áhrif að fólk með tekjur undir 900 þúsund fær lækkun skatta á bilinu 2.000-4.500 krónur, mest er lækkunin hjá þeim sem eru með um 350 þúsund krónur í mánaðarlaun og frekari lækkun kemur næstu áramót. Hins vegar, vegna þess að kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuþrep var ekki mætt, þá gagnast breytingarnar best þeim sem eru með yfir milljón á mánuði, þeir fá skattalækkun uppá tæplega fimm þúsund krónur. Tilgangur skattabreytinganna var aldrei að hygla þeim hæst launuðu og stendur krafan um hátekjuskatt óhögguð til að við getum raunverulega jafnað kjörin í gegnum skatta. Þá eru óræddar þær ívilnanir sem eignafólk fær með lágum fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum. Baráttunni fyrir sanngjörnu skattkerfi er því hvergi nærri lokið! Ég get ekki orða bundist í þessum föstudagspistli að minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur sem var kvödd við fallega athöfn á föstudagsmorgun. Hún var merkisberi kynslóðar sem menntaði sig meira en áður hafði þekkst, aflaði sér þekkingar á áður óþekktum sviðum, bar með sér ferska vinda til Íslands og kröfur um róttækar breytingar til jafnaðar og jafnréttis. Að lokum vann hún innan kerfisins að góðum breytingum, sem stjórnmálakona og starfsmaður í stjórnsýslunni. Allt þetta gerði hún með væntumþykju og virðingu fyrir fólki og verkefnum. Ég naut sjálf samtals og stuðnings hennar frá því ég var kornung í Kvennalistanum og starfskona á fæðingardeildinni þar sem hún var félagsráðgjafi, í gegnum stjórnmál og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum leik og störf alla tíð síðan. Árangri í störfum sínum náði hún í gegnum samtal og lagni og árangurinn er áþreifanlegur mörgum sem búa nú við betri og sanngjarnari stöðu en áður. Við, sem samfélag, nutum þess að Guðrún barðist fyrir okkur og við sem þekktum hana erum betri manneskjur fyrir vikið. Góða helgi, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Um áramótin urðu þau gleðitíðindi að tekjumörk til að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi voru rýmkuð til muna með breytingum á lögum. Nú hafa því töluvert fleiri möguleika á að fá úthlutað íbúðum í gegnum félagið. Fólk er hvatt til að kynna sér möguleikann hjá bjargibudafelag.is enda er lækkun húsnæðiskostnaðar ein besta kjarabót sem fólk getur fengið. Frekari tíðindi af húsnæðismálum er að vænta á þessu nýja ári enda hafa þau verið eitt af kjarnamálum síðustu ára. Fleiri úrbætur urðu um áramótin og má þar helst nefna lenging fæðingarorlofs, sem var eitt af atriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við undirritun kjarasamningana síðasta vor. Nú eru eyrnamerktir 4 mánuðir fyrir hvort foreldri fyrir sig og tveir til sameiginlegrar ráðstöfunar, samtals 10 mánuðir. Þetta mun hækka í 12 mánuði um næstu áramót. Það ber alltaf að hafa í huga í tengslum við fæðingarorlofsbreytingar að það er einmitt eitt helsta tæki til jafnréttis kynjanna sem hægt er að beita auk þess að vera sjálfsögð krafa barna að njóta óskertrar samveru við foreldra. Skattkerfinu var breytt um áramótin auk barnabótakerfisins og urðu þau stórtíðindi að það er nú þriggja þrepa kerfi í stað tveggja. Það er ekkert launungarmál að vísasta leiðin til að jafna kjörin er að gera það í gegnum þrepaskipt skattkerfi. Breytingarnar núna hafa þau áhrif að fólk með tekjur undir 900 þúsund fær lækkun skatta á bilinu 2.000-4.500 krónur, mest er lækkunin hjá þeim sem eru með um 350 þúsund krónur í mánaðarlaun og frekari lækkun kemur næstu áramót. Hins vegar, vegna þess að kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuþrep var ekki mætt, þá gagnast breytingarnar best þeim sem eru með yfir milljón á mánuði, þeir fá skattalækkun uppá tæplega fimm þúsund krónur. Tilgangur skattabreytinganna var aldrei að hygla þeim hæst launuðu og stendur krafan um hátekjuskatt óhögguð til að við getum raunverulega jafnað kjörin í gegnum skatta. Þá eru óræddar þær ívilnanir sem eignafólk fær með lágum fjármagnstekjuskatti og auðlindagjöldum. Baráttunni fyrir sanngjörnu skattkerfi er því hvergi nærri lokið! Ég get ekki orða bundist í þessum föstudagspistli að minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur sem var kvödd við fallega athöfn á föstudagsmorgun. Hún var merkisberi kynslóðar sem menntaði sig meira en áður hafði þekkst, aflaði sér þekkingar á áður óþekktum sviðum, bar með sér ferska vinda til Íslands og kröfur um róttækar breytingar til jafnaðar og jafnréttis. Að lokum vann hún innan kerfisins að góðum breytingum, sem stjórnmálakona og starfsmaður í stjórnsýslunni. Allt þetta gerði hún með væntumþykju og virðingu fyrir fólki og verkefnum. Ég naut sjálf samtals og stuðnings hennar frá því ég var kornung í Kvennalistanum og starfskona á fæðingardeildinni þar sem hún var félagsráðgjafi, í gegnum stjórnmál og þar sem leiðir okkar lágu saman í gegnum leik og störf alla tíð síðan. Árangri í störfum sínum náði hún í gegnum samtal og lagni og árangurinn er áþreifanlegur mörgum sem búa nú við betri og sanngjarnari stöðu en áður. Við, sem samfélag, nutum þess að Guðrún barðist fyrir okkur og við sem þekktum hana erum betri manneskjur fyrir vikið. Góða helgi, Drífa
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun