Körfubolti

Stólarnir stöðvuðu Njarð­vík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi og félagar unnu góðan sigur í kvöld.
Helgi og félagar unnu góðan sigur í kvöld. vísir/bára

Tindastóll vann ellefu stiga sigur á Njarðvík í kvöld, 91-80, er liðin mættust á Sauðárkróki í 13. umferð Dominos-deildar karla.

Njarðvík hafði verið á fljúgandi siglingu fyrir leik kvöldsins en þeir höfðu unnið níu leiki fyrir leik kvöldsins.

Stólarnir byrjuðu af miklum krafti. Þeir hittu vel og voru ellefu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-15, og leiddu svo í hálfleik 47-31.

Njarðvík náði með frábærum þriðja leikhluta að koma sér aftur inn í leikinn og rúmlega það en staðan að honum loknum var 64-60.

Heimamenn náðu þó upp stemningunni aftur í lokaleikhlutanum og unnu mikilvægan sigur, 91-80.

Gerel Simmons var frábær í liði heimamanna í kvöld. Hann skoraði 33 stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Pétur Rúnar Birgisson og Jaka Brodnik gerðu svo sautján stig hvor.

Mario Matasovic gerði 26 stig og tók tíu fráköst og Chaz Calvaron Williams skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Tindastóll er því í 3. sæti deildarinnar með 18 stig en Njarðvík er sæti neðar með tveimur stigum minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×