Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 23:07 Frá Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00
Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00