Körfubolti

Ir­ving snéri til baka með stæl og hörmu­legt gengi Golden Sta­te heldur á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Irving gat leyft sér að brosa í nótt.
Irving gat leyft sér að brosa í nótt. vísir/getty

Sjö leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt.

Kyrie Irving hefur verið að glíma við axlarmeiðsli en hann var mættur aftur á völlinn með Brooklyn Nets í nótt.

Hann spilaði í rúmar tuttugu mínútur í 108-86 sigri á Atlanta á heimavelli og var stigahæsti leikmaður Brooklyn.

Þar að auki tók hann fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en Brooklyn er á toppi Austurdeildarinnar með 26 sigra í 37 leikjum.







Utah vann sinn níunda leik í röð. Utah vann 127-116 sigur á Washington á heimavelli. Bojan Bogdanovic var stigahæstur hjá Utah með 31 stig en Bradley Beal gerði 25 stig fyrir Utah.    

Stigahæsti leikmaður næturinnar var D'Angelo Russell    en hann skoraði 34 stig er Golden State tapaði enn einum leiknum.

Í nótt tapaði liðið fyrir Memphis á útivelli 122-102. Þetta var áttunda tap Golden State í röð og 32. tapið í 41 leik í vetur. Hörmulegt gengi.







Úrslit næturinnar:

Miami - New York 121-124

Utah - Washington 127-116

Atlanta - Brooklyn 86-108

San Antonio -Toronto 105-104

Golden State - Memphis 102-122

LA Clippers - Denver 104-114

Charlotte - Phoenix 92-100

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×