Enski boltinn

Stjóri Wol­ves hund­fúll með miða­verðið hjá Man. United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nuno Santo líflegur á hliðarlínunni sem fyrr.
Nuno Santo líflegur á hliðarlínunni sem fyrr. vísir/getty

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, vill meina að Manchester United sé að selja miðanna á bikarleik kvöldsins á alltof háu verði.

Wolves og United mætast í endurteknum leik í 3. umferð enska bikarsins í kvöld og leikið er á Old Trafford.

Í ensku úrvalsdeildinni hefur deildin sett þak á hversu hátt má selja miðanna til útiliðsins en það má ekki selja það hærra en á 30 pund.

Talið er að United sé að miða á leiki kvöldsins á um 55 pund og Santo virðist ekki vera sáttur.

„Þetta er of mikið er það ekki? Ég er ekki sammála þessu. Ég myndi vilja að stuðningsmennirnir myndu ekki borga svona mikið en ég get ekki gert neitt í því,“ sagði Nuno.







„Gerið þetta ódýrara, ódýrara, ódýrara,“ en Wolves fær þrjú þúsund sæti á leik kvöldsins.

Leikurinn fer í vítaspyrnukeppni ef allt verður jafnt eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Fyrir það er Nuno undirbúinn.

„Allir leikmenn tóku víti á æfingu. Leikurinn gæti farið svo langt í dag og við verðum að reyna fá leikmennina á vellinum til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Santo.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×