Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:15 Fimmtudagurinn 16. janúar 2020 er tileinkaður Örlygi Aroni Sturlusyni. Mynd7S2 Sport Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira