Handbolti

Pirraður Mikkel Han­sen í settinu eftir leikinn: Þið eruð að reyna skapa klofning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansen eftir tapið gegn Íslandi í 1. umferðinni.
Hansen eftir tapið gegn Íslandi í 1. umferðinni. vísir/epa

Mikkel Hansen, stórstjarna danska landsliðsins, er ekki sáttur með fréttaflutning TV 2 Sport á Evrópumótinu í handbolta.

Danmörk er úr leik eftir tap gegn Íslandi og jafntefli gegn Ungverjalandi og hann var mættur í settið eftir sigurinn á Rússum í gær.

Það var ljóst frá byrjun að Mikkel væri ósáttur. Hann var spurður út í sína eigin frammistöðu eftir leikinn gegn Ungverjum og svaraði þá:

„Ég kemst ekki í neinar góðar stöður. Ég er næstum aldrei með boltann og þá er erfitt að skjóta,“ sagði Hansen og sagði að þetta væri öðruvísi en vanalega.







Þessum ummælum hafa fjölmiðlar í Danmörku gert mikið úr og sagt að hann sé óbeint að skjóta þessum ummælum í átt að landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jakobsen.

Hann var fljótur að skjóta á TV 2 Sport er hann mætti í settið í gær.

„Nú hef ég bara getað fylgst aðeins með og hvernig þið hafið reynt að skapa klofning fram og til baka. Það finnst mér kaldhæðnislegt að reyna að skapa klofning milli mín og landsliðsþjálfarans,“ sagði Hansen.

Stórstjarnan skoraði einungis nítján mörk í mótinu. Þegar Danmörk vann gullið á HM í fyrra var hann markahæsti maður mótsins.


Tengdar fréttir

Danir kvöddu með sigri

Danmörk vann þriggja marka sigur á Rússland í þýðingarlausum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×