Handbolti

Gummi: Það er enginn beygur í okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Guðmundur Guðmundsson gerði upp leik Íslands gegn Ungverjalandi á EM í handbolta á blaðamannafundi HSÍ sem fór fram í Malmö nú í hádeginu. Sýnt var beint frá fundinum á Vísi.

En hann beindi einnig sjónum sínum á millriðlinum þar sem Ísland hefur leik á morgun og mætir Slóveníu í fyrsta leik. Ísland leikur einnig gegn Portúgal, Noregi og Svíþjóð en efstu tvö lið riðilsins fara áfram í undanúrslit mótsins.

„Mér líst vel á milliriðilinn. Við erum mjög sáttir við að vera komnir á þann stað keppninnar. Við eigum alla möguleika á að gera áfram vel. Við höfum spilað þrjá leiki, í það minnsta fimm hálfleiki, mjög vel í þessu móti,“ sagði Guðmundur.

„Við unnum heims- og Ólympíumeistara Dana í fyrsta leik og svo Rússland mjög sannfærandi. Í gær, gegn Ungverjum, spiluðum við vel stóran hluta leiksins.“

„Það er því enginn beygur í okkur. Við ætlum að hugsa vel um næsta verkefni og ekki dvelja lengi við tapið í gær.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.