Enski boltinn

United samþykkir tilboð Inter í Young

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir níu ár hjá Manchester United er Ashley Young á förum til Inter.
Eftir níu ár hjá Manchester United er Ashley Young á förum til Inter. vísir/getty

Manchester United hefur samþykkt tilboð Inter í Ashley Young. Sky á Ítalíu greinir frá.

Talið er að Inter greiði um 1,3 milljónir punda fyrir Young. Hann gerir eins og hálfs árs samning við Inter.Young kom til United frá Aston Villa sumarið 2011. Hann hefur verið aðalfyrirliði United frá því síðasta sumar.

Young, sem er 34 ára, hefur ekki verið í leikmannahópi United í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Hann lék 261 leik fyrir United og skoraði 19 mörk. Young hefur leikið 39 leiki fyrir enska landsliðið og skorað sjö mörk.

Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Juventus.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.