Moyes náði jafntefli gegn gömlu félögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes og Ancelotti fylgjast með.
Moyes og Ancelotti fylgjast með. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Everton er liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í dag.

Everton var án bæði Gylfa og Richarlison en snemma leiks varði Jordan Pickford vel. Þó var leikur beggja liða ekki upp á marga fiska.

Issa Diop kom West Ham yfir með skalla eftir fast leikatriði á 40. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Dominic Calvert-Lewin eftir hornspyrnu.
Lokatölur 1-1 en Everton er í 11. sætinu með 29 stig. West Ham er í 16. sætinu með 23 stig. Liðið ekki tapað síðan David Moyes tók aftur við liðinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.