Enski boltinn

Hundrað prósent líkur að Guar­diola verði á­fram með City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola fær sér vatnssopa.
Guardiola fær sér vatnssopa. vísir/getty

Pep Guardiola segir að það séu 100% líkur á því að hann muni stýra Manchester City á næsta leiktíð.

Guardiola hefur stýrt City til sigurs í ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö ár en nú er liðið fjórtán stigum á eftir Liverpool.

Það hefur ýtt undir sögusagnir að Guardiola gæti verið á förum en sagt er að hann sé með í samningi sínum að hann geti yfirgefið félagið í sumar.

„Ég verð hérna áfram. 100%, nema þeir reki mig,“ sagð Guardiola er hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Crystal Palace í dag.







„Það er ekki útaf því við höfum unnið síðustu tvo leiki. Ef það hefði farið illa þá væri ég samt ekki að fara neitt. Enginn stjóri vinnur alla leiki.“

„Ég nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Við höfum tapað nokkrum leikjum svo þetta er einfalt, við þurfum að finna út úr því hvað við getum gert betur,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×