Viðskipti erlent

Dis­n­ey tekur "Fox“ úr nafni 20th Century Fox

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flestir þekkja merki 20th Century Fox.
Flestir þekkja merki 20th Century Fox. getty/Gabe Ginsberg

Framkvæmdastjórn Disney hafa ákveðið að taka „Fox“ úr nafni 20th Century Fox kvikmyndaversins, sem er í eigu Disney, og telja margir það vera til að fjarlægja kvikmyndaverið frá fyrrverandi eiganda þess, Rupert Murdoch.Bandarískir miðlar hafa ýjað að því að Disney vilji ekki vera tengt Fox News sem er í eigu Murdoch, og er alla jafna talið mjög hægri sinnaður fjölmiðill. Disney hefur þó ekki sagt ástæðuna bak við ákvörðunina.Disney keypti kvikmyndaverið í mars síðastliðnum fyrir 71 milljarða Bandaríkjadala, sem eru rúmir 8.827 milljarðar íslenskra króna.Kvikmyndaverið 20th Century Fox er þekkt fyrir að hafa framleitt margar stærstu og þekktustu kvikmyndir allra tíma, þar á meðal Avatar og Titanic.

Rupert Murdoch átti kvikmyndaverið 20th Century Fox áður en Disney keypti það.epa/ANDREW GOMBERT

Samkvæmt tímaritinu Variety, sem sagði fyrst frá nafnabreytingunum, sagði heimildarmaður í samtali við það að Fox væri tengt Murdock og það væri talið neikvætt. Hollywood er einnig þekkt fyrir að vera nokkuð frjálslynt, ólíkt ástralska auðjöfrinum.Disney endurnefndi einnig Fox Searchlight Pictures, annað kvikmyndaver sem var í eigu Murdoch, og heitir það núna Searchlight Pictures. Þá var netföngum starfsmanna breytt á föstudag, úr @fox.com í @20thcenturystudios.com og @searchlight.com.20th Century Fox var stofnað árið 1935 þegar kvikmyndaverin 20th Century og Fox Film voru sameinuð. Félag Rupert Murdoch, News Corporation, festi kaup á kvikmyndaverinu um miðjan níunda áratuginn og fréttastofa Fox var stofnuð 1996 og varð fljótt sú sjónvarpsfréttastöð Bandaríkjanna sem mest er horft á.

News Corporation var síðar skipt upp í News Corp og 21st Century Fox, sem Disney keypti síðar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Ætla efnisveitur Disney og Apple að láta Íslendinga bíða eftir sér?

Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
1,19
1
6.148
SKEL
0,19
2
31.890
EIM
0
1
94
MAREL
0
2
336
SJOVA
0
1
20.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,54
3
407
ARION
-1,32
14
133.479
ICESEA
-1,27
1
116
REITIR
-0,99
2
17.960
KVIKA
-0,95
1
13.000
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.