Viðskipti erlent

Besta ár olíusjóðsins, óx um 4,7 milljónir kr. á hvern íbúa

Kristján Már Unnarsson skrifar
Vinnslupallurinn Heiðrún í eigu Equinor, ein af mörgum undirstöðum norska olíusjóðsins.
Vinnslupallurinn Heiðrún í eigu Equinor, ein af mörgum undirstöðum norska olíusjóðsins. Mynd/Harald Pettersen, Equinor.

Norski olíusjóðurinn hefur aldrei í sögunni verið jafn stór og aldrei vaxið jafn mikið eins og á nýliðnu ári. Heildareignir sjóðsins námu í loks árs um 10.500 milljörðum norskra króna, samkvæmt frétt norska vefmiðilsins e24. Fjárhæðin jafngildir nærri 150 þúsund milljörðum íslenskra króna. 

Sjóðurinn óx um 1.794 milljarða norskra króna á árinu, sem jafngildir 25 þúsund milljörðum íslenskra króna. Á hvern hinna 5,3 milljóna íbúa Noregs þýðir þetta verðmætaaukningu upp á 335 þúsund norskar krónur, eða sem nemur nærri 4,7 milljónum íslenskra. Virðisaukinn á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Noregi á síðasta ári jafngildir 18,7 milljónum íslenskra króna. 

Norski olíusjóðurinn er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum. Væri heildareignum sjóðsins deilt niður á íbúa Noregs kæmu um 1,9 milljónir norskra króna í hlut hvers einstaklings, jafngildi 26,5 milljóna íslenskra. 

Olíusjóðurinn var stofnaður af norska ríkinu árið 1990 til að ávaxta hagnaðinn af olíulindum Norðmanna. Sjóðurinn hefur nýtt olíugróðann til að fjárfesta í verðbréfum um allan heim og á núna hlutabréf í yfir níuþúsund fyrirtækjum í 73 löndum. 

Við fjárfestingar fylgir sjóðurinn siðareglum, sem hafa meðal annars leitt til þess að hann hefur losað sig við hlutabréf fyrirtækja í tóbaksiðnaði og kjarnorkuvopnaframleiðslu en einnig fyrirtækja sem tengjast mannréttindabrotum og alvarlegum umhverfisspjöllum.


Tengdar fréttir

Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins

Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
4,14
29
788.349
FESTI
2,49
19
795.994
SYN
2,03
5
84.336
MAREL
1,84
31
1.221.491
HEIMA
1,45
5
12.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,17
6
110.665
TM
-0,74
7
117.685
SJOVA
-0,71
5
55.817
ORIGO
-0,66
1
105
EIM
-0,6
6
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.