Enski boltinn

Liverpool mennirnir Salah og Mané keppa um verðlaun í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Sadio Mané fagna marki með Liverpool liðinu.
Mohamed Salah og Sadio Mané fagna marki með Liverpool liðinu. Getty/Clive Brunskill

Í kvöld kemur í ljós hver verður kosinn besti knattspyrnumaður Afríku en þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni keppa um þann titil að þessu sinni.

Leikmennirnir þrír sem eru tilnefndir eru Liverpool mennirnir Mohamed Salah og Sadio Mané og svo Manchester City maðurinn Riyad Mahrez.

Allir unnu þessir leikmenn titla með liðum sínum á síðasta tímabili en eftir sigur Liverpool í bæði Meistaradeildinni og heimsmeistarakeppni félagsliða eru Liverpool leikmennirnir taldir vera sigurstranglegastir að þessu sinni.

Verðlaunahátíðin fer fram í borginni Hurghada í Egyptalandi en þar verða einnig verðlaun fyrir þjálfara ársins, unga leikmann ársins, landslið ársins, mark ársins auk þess sem úrvalslið ársins verður valið.



Mohamed Salah hefur hlotið þessi verðlaun undanfarin tvö ár og Riyad Mahrez vann þau árið 2016.

Sadio Mané er því sá eini af þeim þremur sem hefur aldrei verið kosinn besti knattspyrnumaður Afríku.

Sadio Mané hefur endaði í öðru sæti á eftir undanfarin tvö ár og var síðan í þriðja sæti á eftir þeim Riyad Mahrez og Pierre-Emerick Aubameyang í kosningunni 2016.

Það er langt síðan að Sengali hefur fengið þessi verðlaun en El Hadji Diouf fékk þau 2001 og 2002. El Hadji Diouf var leikmaður Liverpool þegar hann fékk verðlaunin seinna árið en enska félagið hafði þá keypt hann frá franska félaginu Lens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×