„Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 10:00 Þorvaldur Orri Árnason fagnar með reynsluboltum KR-liðsins. Skjámynd/S2 Sport Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira