Handbolti

Svona var blaðamannafundur Guðmundar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon landsliðsþjálfarar.
Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon landsliðsþjálfarar. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð.

Riðill Íslands er spilaður í Malmö en fyrsti leikur Íslands er gegn Dönum á laugardag. Leikið er annan hvern dag en leikur tvö er gegn Rússum og lokaleikurinn gegn Ungverjum.

Tvö lið komast upp úr riðlinum og inn í milliriðil sem einnig er leikinn í Malmö.

Vísir var með beina útsendingu sem og textalýsingu frá fundinum sem má sjá hér að neðan. Beinu útsendinguna má svo sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×