Fótbolti

Mane bestur í Afríku og Ha­kimi efni­­legastur | Sjáðu öll verð­launin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sadio Mane gat leyft sér að brosa í kvöld.
Sadio Mane gat leyft sér að brosa í kvöld. vísir/getty

Sadio Mane er leikmaður ársins í Afríku en þetta var kunngjört á stórri verðlaunahátíð í kvöld.

Mane var algjörlega magnaður á árinu 2019 .Hann skoraði 36 mörk í 64 leikjum og lagði upp sex önnur mörk.

Hann vann gullið í Meistaradeild Evrópu og einnig var hann í sigurliði í HM félagsliða og Ofurbikarnum.

Hann var svo fjórði í Ballon d'Or og vann gullknöttinn í ensku úrvalsdeildinni.







Achraf Hakimi var valinn besti ungi leikmaður afríska boltans á síðasta ári.

Achraf Hakimi er á láni hjá Dortmund frá Real Madrid en hann hefur verið í herbúðum Real frá því hann var átta ára gamall.

Síðustu tvær leiktíðir hefur hann verið í láni hjá Dortmund.







Alsír var svo valið lið ársins en þeir unnu til gullverðlauna á Afríkumótinu síðasta sumar.







Stærsta stjarnan er Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, en Islam Slamini og Sofiane Feghouli eru einnig þekktar stærðir.

Mark Mahrez var einmitt kosið mark ársins en hann skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu gegn Nígeríu.







Liverpool á þrjá leikmenn í liði ársins í Afríku; Joel Matip, Mohamed Salha og Sadio Mane en alls eru fimm leikmenn úr enska boltanum í liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×