Suðurkjördæmi – klikkað kjördæmi Guðbrandur Einarsson skrifar 9. janúar 2020 09:00 Á árinu 2000 var kjördæmaskipan á Íslandi breytt og kosið skv. henni árið 2003. Suðurnesin sem áður tilheyrðu Suðurlandskjördæmi, tilheyra nú Suðurkjördæmi, sem er í raun gamla Suðurlandskjördæmið að viðbættum Hornafirði, sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi. Þegar maður skoðar þetta kjördæmi landfræðilega þá blasir þessi mynd við: Suðurlandskjördæmi. Þetta kjördæmi nær nánast þvert yfir landið sundurskorið af tveimur Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Suðurnesin eru aðeins lítill hluti þessa kjördæmis landfræðilega en um helmingur íbúa kjördæmisins búa samt sem áður á Suðurnesjum. Hvað réði þessari skiptingu? Af hverju var Hornafirði bætt við? Af hverju voru Suðurnesin ekki hluti af Suðvesturkjördæmi og Mosfellsbær þá miklu frekar hluti af Suðurkjördæmi sem væri miklu rökréttara landfræðilega? Hvað eiga Suðurnesin og Suðurlandsundirlendið sameiginlegt. Í mínum huga fjarska lítið. Atvinnuppbygging er allt önnur á Suðurlandi en á Suðurnesjum og hagsmunir æði ólíkir. Það getur heldur ekki verið hagkvæmt að þingmenn þurfi að þeytast landsenda á milli til þess að sinna kjósendum sínum. Ég vil því leggja til að þessu verði breytt og Suðurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi, Suðurlandskjördæmi og Suðurnesjakjördæmi. Það myndi auðvelda vinnu þingmanna okkar, gera þeim að kleift að einbeita sér betur að þörfum þess svæðis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þetta myndi einnig minnka kolefnissporið og aksturskostnað þingmanna og þörfina fyrir að búa til Samviskugarða eins og einhverjir þingmanna hafa lagt til að settir verði á laggirnar, til þess að minnka samviskubit sitt.Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Kjördæmaskipan Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á árinu 2000 var kjördæmaskipan á Íslandi breytt og kosið skv. henni árið 2003. Suðurnesin sem áður tilheyrðu Suðurlandskjördæmi, tilheyra nú Suðurkjördæmi, sem er í raun gamla Suðurlandskjördæmið að viðbættum Hornafirði, sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi. Þegar maður skoðar þetta kjördæmi landfræðilega þá blasir þessi mynd við: Suðurlandskjördæmi. Þetta kjördæmi nær nánast þvert yfir landið sundurskorið af tveimur Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Suðurnesin eru aðeins lítill hluti þessa kjördæmis landfræðilega en um helmingur íbúa kjördæmisins búa samt sem áður á Suðurnesjum. Hvað réði þessari skiptingu? Af hverju var Hornafirði bætt við? Af hverju voru Suðurnesin ekki hluti af Suðvesturkjördæmi og Mosfellsbær þá miklu frekar hluti af Suðurkjördæmi sem væri miklu rökréttara landfræðilega? Hvað eiga Suðurnesin og Suðurlandsundirlendið sameiginlegt. Í mínum huga fjarska lítið. Atvinnuppbygging er allt önnur á Suðurlandi en á Suðurnesjum og hagsmunir æði ólíkir. Það getur heldur ekki verið hagkvæmt að þingmenn þurfi að þeytast landsenda á milli til þess að sinna kjósendum sínum. Ég vil því leggja til að þessu verði breytt og Suðurkjördæmi skipt upp í tvö kjördæmi, Suðurlandskjördæmi og Suðurnesjakjördæmi. Það myndi auðvelda vinnu þingmanna okkar, gera þeim að kleift að einbeita sér betur að þörfum þess svæðis sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þetta myndi einnig minnka kolefnissporið og aksturskostnað þingmanna og þörfina fyrir að búa til Samviskugarða eins og einhverjir þingmanna hafa lagt til að settir verði á laggirnar, til þess að minnka samviskubit sitt.Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar