Enski boltinn

Ó­sáttur Mane fékk ekki að fljúga til Senegal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sadio Mane með verðlaunin.
Sadio Mane með verðlaunin. vísir/getty

Sadio Mane er mættur aftur til æfinga hjá Liverpool eftir að hafa verið viðstaddur verðlaunahátíðina í Afríku á þriðjudagskvöldið þar sem hann var valinn knattspyrnumaður Afríku.

Mane hafði betur gegn samherja sínum hjá Liverpool, Mo Salah, sem og leikmanni Englandsmeistara Manchester City, Riyhad Mahrez.

Verðlaunahátíðin fór fram í Egyptalandi á þriðjudagskvöldið og vonaðist Mane til að geta farið til Senegal og fagnað áður en hann héldi til Englands á ný. Svo var aldeilis ekki.

„Dagskrá mín var að fara til Senegal fyrst og þakka þeim fyrir allt sem fólkið hefur gefið mér á þessari leið minni en því miður gat ég ekki heimsótt þjóð mína,“ sagði Mane.

Flugvél sem Mane ferðaðist í fékk ekki tilskilin leyfi til þess að fljúga yfir Túnis og því var haldið strax til Englands.







„Núna er það stórleikur sem bíður okkar gegn Tottenham um helgina og sem ég ætla að vera tilbúinn í en það er satt að ég er ósáttur að geta ekki snúið aftur heim og þakkað ykkur vegna vandamála sem eru út fyrir okkar svið.“

„Ég mun snúa til baka til Senegal sem fyrst því þið þetta er mér mjög mikilvægt. Ég mun aldrei gleyma hvað þið gerðuð fyrir mig, allir sem trúðu á mig og allir sem gáfu mér tækifæri á að spila fótbolta.“

Mane er fyrsti Senegalinn til þess að vinna verðlaunin síðan El Hadji Diouf vann þau árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×