Enski boltinn

Gerðu upp fé­laga­skipta­slúðrið í enska boltanum á þremur mínútunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pepe Reina er orðaður við Aston Villa.
Pepe Reina er orðaður við Aston Villa. vísir/getty

Félagaskiptaglugginn er nú opin en félögin í Evrópu geta nælt sér í leikmann þangað til í lok janúar er hann lokar á ný.

Kaveh Solhekol og Dharmesh Sheth, fréttamenn Sky Sports, tóku sig til og fóru yfir öll tuttugu liðin í enska boltanum á þremur mínútum.

Þar fóru þeir yfir það væri helst að gerast hjá hverju félagi fyri sig en þar kom meðal annars fram að Chelsea vilji kaupa Wilfried Zaha.

Þeir séu hins vegar ekki tilbúnir að kaupa 80 milljónir punda en eina sem kom fram um Gylfa Sigurðsson og félaga í Everton var fundur Marcel Brands með reiðum stuðningsmönnum.

Manchester United er sagt vilja Donny van de Beek eins og kom fram á Vísi í morgun.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×