Segja mikilvægt að allri leynd af gögnum verði aflétt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 13:44 Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, og Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, áttu báðir sæti í úrskurðarnefndinni. Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins. Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs samkvæmt lögum frá 1998 er að fylgjast með fiskverði og stuðla að réttu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur síðan það hlutverk að ákveða fiskverð. Víki fiskverð við uppgjör í verulegum atriðum frá því sem algengast er á Verðlagsstofa að taka málið til athugunar. Ef ekki koma fram fullnægjandi skýringar á hún skjóta málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Verðlagsstofan og úrskurðarnefndin hafa verið til umfjöllunar undanfarið vegna upplýsinga þaðan sem komu fram í Kastljóssþætti í mars 2012 þar sem vísað var í skýrslu og sagt frá karfarannsókn Samherja og var fyrirtækið sakað þar um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði á árunum 2010 og 2011 og þannig brotið lög. Fréttastofa hefur óskað eftir að fá umrædd gögn frá Verðlagsstofu en samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru þau sett fram í Excelskjali og um að ræða trúnaðargögn. Að neðan má hlusta á fréttina í heild sinni. Sömu gögn Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem var í úrskurðarnefndinni frá upphafi og til ársins 2014 hefur staðfest að gögnin í Kastljósi séu þau sömu og komu fyrir úrskurðarnefndina á sínum tíma. Forstjóri Samherja sagði í fréttum í gær að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal og Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við það. Sævar Gunnarsson segir að í ljós þess hversu mikla hagsmuni sé að ræða þurfi að aflétta leynd af gögnum Verðlagsstofu. „Það besta sem væri gert fyrir íslenska sjómannastétt og reyndar þjóðfélagið allt væri að Verðlagsstofa skiptaverðs opnaði bara gögnin. Stjórnvöld beittu sér þá fyrir því að breyta lögum þannig að gögnin væru bara opnuð. Það væri það besta.“ Ekki einsdæmi Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna sat í úrskurðarnefndinni 2008 til 2018 segist einnig hafa séð umrædd gögn en þetta mál hafi ekki verið einsdæmi. „Það var algengt að við vorum að fá svona mál á okkar borð en í flestum tilfellum varð það lagfært. Auðvitað átti ekki svona mál að koma inná okkar borð ef menn fara að lögum. Ég tel að þetta sé alveg eins nú og þá. Þetta á ekkert að vera leyndarmál ef stofnun stendur einhvern að verki að vera að svindla þá á viðkomandi náttúrulega að fá refsingu fyrir það. Þetta á að vera uppá borði en ekki undir og svo er mönnum bara klappað á öxlina og beðnir um að gera þetta ekki aftur. Það eru svo miklir fjármunir í húfi,“ segir Guðmundur. Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna segja mikilvægt að allri leynd af gögnum Verðlagsstofu skiptaverðs verði aflétt. Verið sé að höndla með mikla hagsmuni og mikilvægt að almenningur fái greiðan aðgang að upplýsingum um auðlindir hafsins. Hlutverk Verðlagsstofu skiptaverðs samkvæmt lögum frá 1998 er að fylgjast með fiskverði og stuðla að réttu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur síðan það hlutverk að ákveða fiskverð. Víki fiskverð við uppgjör í verulegum atriðum frá því sem algengast er á Verðlagsstofa að taka málið til athugunar. Ef ekki koma fram fullnægjandi skýringar á hún skjóta málinu til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Verðlagsstofan og úrskurðarnefndin hafa verið til umfjöllunar undanfarið vegna upplýsinga þaðan sem komu fram í Kastljóssþætti í mars 2012 þar sem vísað var í skýrslu og sagt frá karfarannsókn Samherja og var fyrirtækið sakað þar um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði á árunum 2010 og 2011 og þannig brotið lög. Fréttastofa hefur óskað eftir að fá umrædd gögn frá Verðlagsstofu en samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni voru þau sett fram í Excelskjali og um að ræða trúnaðargögn. Að neðan má hlusta á fréttina í heild sinni. Sömu gögn Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, sem var í úrskurðarnefndinni frá upphafi og til ársins 2014 hefur staðfest að gögnin í Kastljósi séu þau sömu og komu fyrir úrskurðarnefndina á sínum tíma. Forstjóri Samherja sagði í fréttum í gær að ekki sé um skýrslu að ræða heldur vinnuskjal og Samherji hafi átt að fá að gera athugasemdir við það. Sævar Gunnarsson segir að í ljós þess hversu mikla hagsmuni sé að ræða þurfi að aflétta leynd af gögnum Verðlagsstofu. „Það besta sem væri gert fyrir íslenska sjómannastétt og reyndar þjóðfélagið allt væri að Verðlagsstofa skiptaverðs opnaði bara gögnin. Stjórnvöld beittu sér þá fyrir því að breyta lögum þannig að gögnin væru bara opnuð. Það væri það besta.“ Ekki einsdæmi Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna sat í úrskurðarnefndinni 2008 til 2018 segist einnig hafa séð umrædd gögn en þetta mál hafi ekki verið einsdæmi. „Það var algengt að við vorum að fá svona mál á okkar borð en í flestum tilfellum varð það lagfært. Auðvitað átti ekki svona mál að koma inná okkar borð ef menn fara að lögum. Ég tel að þetta sé alveg eins nú og þá. Þetta á ekkert að vera leyndarmál ef stofnun stendur einhvern að verki að vera að svindla þá á viðkomandi náttúrulega að fá refsingu fyrir það. Þetta á að vera uppá borði en ekki undir og svo er mönnum bara klappað á öxlina og beðnir um að gera þetta ekki aftur. Það eru svo miklir fjármunir í húfi,“ segir Guðmundur.
Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað“ Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna í úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna segjast eiga sömu gögn um karfarannsókn á Samherja og komu fram í Kastljósi í mars árið 2012. 12. ágúst 2020 20:48
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar 12. ágúst 2020 15:15