Körfubolti

NBA leikmenn mega nú fá sitt fólk heimsókn í „búbbluna“ en kynlífsheimsóknir ekki í boði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James með eiginkonu sinni Savannah eftir að hann vann NBA titilinn með Cleveland Cavaliers.
LeBron James með eiginkonu sinni Savannah eftir að hann vann NBA titilinn með Cleveland Cavaliers. EPA/DAVID MAXWELL

Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er að klárast í búbblunni í Disney garðinum í Flórída og leikmenn hafa ekki fengið að hitta sitt fólk í langan tíma. Nú verður breyting á því.

Fram undan er úrslitakeppni NBA-deildarinnar í Disney World en NBA deildin hefur ákveðið að létta á reglunum til að létta aðeins andann hjá leikmönnum sem hafa dúsað í langan tíma með vinnufélögum sínum.

Leikmenn NBA-liðanna í búbblunni á Flórída hafa ekkert getað hitt fjölskyldur sínar síðan að þeir fóru inn í Disney garðinn fyrir mánuði eða meira síðan.

NBA-leikmenn mega nú fá fjóra gesti hver auk barna sinna. Leikmenn verða hins vegar að sanna tengsl sín við vini sem eru ekki tengdir þeim fjölskylduböndum.

Sumir NBA leikmenn eru þekktir fyrir að eiga kærustu í hverri höfn en allar slíkar kynlífsheimsóknir, svokallað „booty call“ á ensku, verða bannaðar. Það er ekki sagt beint út í reglunum en bandarískir fjölmiðlar eins og Sports Illustrated benda á það að það má lesa það á milli línanna.

Í reglunum stendur nefnilega að vinir sem leikmenn þekkja aðeins í gegnum samfélagsmiðla eða í gegnum milligöngumenn mega ekki fá inngöngu í búbbluna. Leikmenn þurfa að sanna að þeir hafi verið í langtíma sambandið með viðkomandi aðila ef hann er ekki í nánustu fjölskyldu leikmannsins.

Hvert félag í úrslitakeppninni mun fá sautján auka hótelherbergi fyrir gesti leikmanna sinna

Þegar úrslitakeppnin hefst mun hver leikmaður síðan fá einn miða á leikinn fyrir sinn gest.

Áður en gestir leikmanna koma inn í búbbluna þurfa þeir samt að fara í sjö daga sóttkví.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.