Körfubolti

Ekkert fær Lillard stöðvað og Phoenix á hvínandi siglingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Damian Lillard.
Damian Lillard. Vísir/Getty

Það fær fátt stöðvað Damian Lillard þessa daganna í NBA-búbblunni en hann heldur áfram að raða inn stigum fyrir Portland.

Lillard hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og ekki kólnaði hann í nótt er Portland vann þriggja stiga sigru á Dallas, 134-131.

Hann skoraði nefnilega 61 stig. Það mesta sem hann hefur gert á ferlinum og heldur áfram að draga sitt lið áfram.

Kristaps Porziņģis var stigahæstur hjá Dallas með 36 stig.

Phoenix Suns hefur nú unnið sjö leiki í röð eftir að liðið vann þrettán stiga sigur á Philadelphia, 130-117, í nótt.

Phoenix er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en einu sinni sem oftar var það Devin Booker sem var stigahæstur.

Úrslit næturinnar:

Milwaukee - Washington 126-113

New Orleans - Sacramento 106-112

Portland - Dallas 134-131

Boston - Memphis 122-107

Phoenix - Philadelphia 130-117

Brooklyn - Orlando 108-96

Houston - San Antonio 105-123

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.