Golf

Ragnhildur hélt toppsætinu fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnhildur við keppni í Mosfellsbæ.
Ragnhildur við keppni í Mosfellsbæ. mynd/seth@golf.is

Ragnhildur Kristinsdóttir, úr GR, er enn með forystu í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.

Ragnhildur leiddi eftir tvo hringi með tveimur höggum og þegar einungis síðari hringur er eftir, er Ragnhildur áfram tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, úr GK.

Báðar léku þær á 72 höggum í dag en í þriðja sætinu er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á tveimur höggum yfir pari; þremur höggum á eftir Guðrúnu Brá og fimm höggum á eftir Ragnhildi.

Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér en lokadagurinn fer fram á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.