Golf

Mikil spenna á fyrsta risamóti ársins

Ísak Hallmundarson skrifar
Li á hringnum í dag.
Li á hringnum í dag. getty/Christian Petersen

Annar hringur PGA-Meistaramótsins í golfi hófst í dag. Mótið fer fram í Kaliforníu.

Kínverjinn Haotong Li er efstur á mótinu þegar þetta er skrifað. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fimm höggum undir pari, án þess að fá skolla. Hann er samtals átt höggum undir pari.

 Í öðru sæti er Ástralinn Jason Day á sjö höggum undir pari, en þegar þetta er skrifað er hann einungis búinn með níu holur af átján. Hann lék á fimm undir í gær og lék fyrri níu á tveimur höggum undir pari í dag.

Englendingurinn Tommy Fleetwood er í þriðja sæti ásamt Xander Schauffele. Schauffele er í þessum orðum á níundu braut og er á tveimur höggum undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari. Fleetwood var á meðal fyrstu manna til að klára 18 holur í dag. Hann lék þær á 64 höggum og er samtals á sex höggum undir pari líkt og Schauffele.

Tiger Woods sem var á tveimur höggum undir pari í gær er kominn niður í eitt högg undir par samtals, en hann er búinn með sex holur í dag. 

Það er nóg eftir af deginum en mótið er haldið á Vesturströnd Bandaríkjanna og verður því eitthvað fram eftir nóttu hér á landi. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf alla daga frá kl. 20:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.