Ritstjórn DV send heim eftir kórónuveirusmit Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 12:41 DV deilir hæð með öðrum fjölmiðlum Torgs, eins og Fréttablaðinu og Hringbraut, í höfuðstöðvum þess á Hafnartorgi. Vísir/Vilhelm Ritstjórn DV, að frátöldum einum starfsmanni, hefur verið gert að sæta sóttkví eftir að upp kom kórónuveirusmit á ritstjórninni. Það er rakið til konu sem sögð er gegna hlutastarfi á ritstjórninni og sótti fund hennar á þriðjudag. Allri ritstjórninni hefur því verið gert að vinna heima frá sér á næstunni. Einn starfsmaður sleppur þó við sóttkví, en hann var í fríi á þriðjudag. Þetta staðfestir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs útgáfufélags, í samtali við Vísi en DV greindi sjálft frá ákvörðunni í morgun. Jóhanna segir að ákvörðunin um sóttkví hafi verið tekin eftir ráðleggingar frá smitrakningarteymi almannavarna. Hún væntir þess að þessi ráðstöfun muni vara í tvær vikur, það sé þó of snemmt að slá því föstu á þessu stigi máls. Heilsa starfsmanna sé í fyrirrúmi og muni Torg því fylgja öllum ráðleggingum frá teyminu í þessum efnum. Hún segir það að sama skapi hafa verið mati smitrakningarteymsins að aðrir starfsmenn Torgs sem deila hæð með ritstjórn DV, eins og blaðamenn Fréttablaðsins og starfsmenn Hringbrautar, þurfi ekki að sæta sóttkví. Fundað hafi verið með starfsmönnum í morgun og imprað á nauðsynlegum smitvörnum. Hún væntir þess að sóttkvíin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi DV meðan hennar varir. Starfsemi ritstjórna megi að stórum hluta sinna í gegnum netið og því ættu vendingar dagsins ekki að setja útgáfu DV í uppnám. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Ritstjórn DV, að frátöldum einum starfsmanni, hefur verið gert að sæta sóttkví eftir að upp kom kórónuveirusmit á ritstjórninni. Það er rakið til konu sem sögð er gegna hlutastarfi á ritstjórninni og sótti fund hennar á þriðjudag. Allri ritstjórninni hefur því verið gert að vinna heima frá sér á næstunni. Einn starfsmaður sleppur þó við sóttkví, en hann var í fríi á þriðjudag. Þetta staðfestir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs útgáfufélags, í samtali við Vísi en DV greindi sjálft frá ákvörðunni í morgun. Jóhanna segir að ákvörðunin um sóttkví hafi verið tekin eftir ráðleggingar frá smitrakningarteymi almannavarna. Hún væntir þess að þessi ráðstöfun muni vara í tvær vikur, það sé þó of snemmt að slá því föstu á þessu stigi máls. Heilsa starfsmanna sé í fyrirrúmi og muni Torg því fylgja öllum ráðleggingum frá teyminu í þessum efnum. Hún segir það að sama skapi hafa verið mati smitrakningarteymsins að aðrir starfsmenn Torgs sem deila hæð með ritstjórn DV, eins og blaðamenn Fréttablaðsins og starfsmenn Hringbrautar, þurfi ekki að sæta sóttkví. Fundað hafi verið með starfsmönnum í morgun og imprað á nauðsynlegum smitvörnum. Hún væntir þess að sóttkvíin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi DV meðan hennar varir. Starfsemi ritstjórna megi að stórum hluta sinna í gegnum netið og því ættu vendingar dagsins ekki að setja útgáfu DV í uppnám.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira