Viðskipti innlent

Ritstjórn DV send heim eftir kórónuveirusmit

Stefán Ó. Jónsson skrifar
DV deilir hæð með öðrum fjölmiðlum Torgs, eins og Fréttablaðinu og Hringbraut, í höfuðstöðvum þess á Hafnartorgi.
DV deilir hæð með öðrum fjölmiðlum Torgs, eins og Fréttablaðinu og Hringbraut, í höfuðstöðvum þess á Hafnartorgi. Vísir/Vilhelm

Ritstjórn DV, að frátöldum einum starfsmanni, hefur verið gert að sæta sóttkví eftir að upp kom kórónuveirusmit á ritstjórninni. Það er rakið til konu sem sögð er gegna hlutastarfi á ritstjórninni og sótti fund hennar á þriðjudag. Allri ritstjórninni hefur því verið gert að vinna heima frá sér á næstunni. Einn starfsmaður sleppur þó við sóttkví, en hann var í fríi á þriðjudag.

Þetta staðfestir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs útgáfufélags, í samtali við Vísi en DV greindi sjálft frá ákvörðunni í morgun. 

Jóhanna segir að ákvörðunin um sóttkví hafi verið tekin eftir ráðleggingar frá smitrakningarteymi almannavarna. Hún væntir þess að þessi ráðstöfun muni vara í tvær vikur, það sé þó of snemmt að slá því föstu á þessu stigi máls. Heilsa starfsmanna sé í fyrirrúmi og muni Torg því fylgja öllum ráðleggingum frá teyminu í þessum efnum.

Hún segir það að sama skapi hafa verið mati smitrakningarteymsins að aðrir starfsmenn Torgs sem deila hæð með ritstjórn DV, eins og blaðamenn Fréttablaðsins og starfsmenn Hringbrautar,  þurfi ekki að sæta sóttkví. Fundað hafi verið með starfsmönnum í morgun og imprað á nauðsynlegum smitvörnum.

Hún væntir þess að sóttkvíin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi DV meðan hennar varir. Starfsemi ritstjórna megi að stórum hluta sinna í gegnum netið og því ættu vendingar dagsins ekki að setja útgáfu DV í uppnám.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,13
95
511.938
SJOVA
0,33
3
98.930
VIS
0,14
8
155.374
SKEL
0
2
1.492

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,81
6
80.980
ARION
-1,78
30
830.706
MAREL
-1,74
33
790.237
SIMINN
-1,6
12
154.150
ICESEA
-1,6
37
280.301
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.