Viðskipti innlent

Fleiri kjúklingar innkallaðir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Reykjagarður segir mikilvægt að steikja kjúklinginn í gegn til að koma í veg fyrir salmonellusmit.
Reykjagarður segir mikilvægt að steikja kjúklinginn í gegn til að koma í veg fyrir salmonellusmit. getty/Kseniya Ovchinnikova

Fyrirtækið Reykjagarður hefur stöðvað vinnslu úr tilteknum kjúklingahópi eftir að upp kom grunur um salmonellusmit. Þetta er í annað sinn á rúmri viku sem kjúklingur er innkallaður af þessum sökum, en Matvælastofnun varaði við Ali og Bónus-kjúklingi 24. júlí síðastliðinn.

Kjúklingarnir sem innkallaðir eru nú voru seldir undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar og þeir ýmist seldir í heilu lagi eða bringur þeirra, lundir og bitar af þeim seldir sérstaklega.

Kjúklingarhópurinn er auðkenndur með sérstöku rekjanleikanúmeri, sem sjá má hér að neðan. Neytendur sem hafa keypt kjúklingaafurð sem rekja má til þessa hóps eru beðnir um að skila vörunni til verslunarinnar þar sem hún var keypt eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1 í Reykjavík.

Reykjagarður segir í innköllunartilkynningu sinni að kjúklingurinn eigi að vera hættulaus ef farið eftir eftir áprentuðum leiðbeiningum á umbúðunum. Þá þurfi að gæta þess að blóðvökvi berist ekki í aðra matvöru og kjúklingurinn sé steiktur vel í gegn.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmeri 002-20-26-3-01, 003-20-26-2-01.

 • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur 

• Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01, 003-20-26-2-01. (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)

• Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó, Costco.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×